Fyrstir til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 15:46 Írska öldungadeildarþingkonan Katherine Zappone kyssir verðandi eiginkonu sína Ann Louise Gilligan fyrir utan Dyflinnarkastala fyrr í dag. Vísir/AFP Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna. Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna.
Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43