Hvað gerir Keflavík með nýja þjálfara? Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 10:00 Keflavík er í veseni og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag. vísir/getty Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira