Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd 1. júní 2015 09:30 Guðjón Pétur Lýðsson fagnar fyrsta markinu gegn Stjörnunni í gær. vísir/pjetur Sjötta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Stjarnan tapaði loks fótboltaleik, en Blikar voru fyrstir til að vinna Íslandsmeistarana sem höfðu ekki tapað í 27 leikjum í röð. ÍBV vann sinn fyrsta leik í sumar og það gegn Víkingum sem hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Keflvíkingar eru rótfastir við botninn, án sigurs.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - Keflavík 4-0Breiðablik - Stjarnan 3-0Fjölnir - ÍA 2-0FH - Leiknir 4-2Fylkir - Valur 0-3ÍBV - Víkingur 3-2Kristinn Jónsson átti stórleik gegn Stjörnunni og hér fær hann víti.vísir/ðjeturGóð umferð fyrir ...... Kristinn Frey Sigurðsson Fjölnismaðurinn fyrrverandi hefur verið frábær í liði Vals í byrjun móts. Hann fór á kostum í Árbænum þar sem Valur vann Fylki sannfærandi, 3-0, en Kristinn Freyr lagði upp öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Nú þurfa Valsmenn að fylgja þessum sigri eftir á heimavelli í næstu umferð gegn KR og ná má stöðugleika í liðið.... Steven Lennon Skoski framherjinn skoraði sína fyrstu þrennu í Pepsi-deildinni þegar FH vann Leikni, 4-2. Annað mark Lennons, sem sjá má hér neðst, var hreint ótrúlegt. Skotinn sat á afturendanum inn í teig Leiknis en tók á móti boltanum sitjandi, lyfti honum upp og skoraði aftur fyrir sig. Lygilegt. Góður dagur hjá Lennon sem náði frábærlega saman við Atla Guðnason í leiknum. Þeir minntu á það sem þeir gerðu í fyrra.... Kristinn Jónsson Vinstri bakvörðurinn er oft sagður hættulegasti sóknarmaður Breiðabliks og það er ekki að ástæðulausu. Þegar Blikar skelltu Íslandsmeisturunum fiskaði Kristinn víti sem fyrsta markið var skorað úr, gaf stoðsendinguna í öðru markinu og þriðja markið skoraði Elfar Freyr Helgason þegar hann fylgdi eftir skoti Kristins. Mögnuð frammistaða hjá bakverðinum sem er í rosalega flottu formi.Kristján Guðmundsson er í vandræðum með Keflavíkurliðið.vísir/pjeturErfið umferð fyrir ...... Víkinga Mótið hefur verið vonbrigði fyrir Víkinga til þessa. Eftir flottan sigur á útivelli í fyrstu umferð gegn Keflavík hafa Fossvogspiltar ekki náði í þrjú stig í fimm leikjum í röð. Nú urðu þeir fyrstir til að tapa fyrir Eyjamönnum. Nokkuð furðulegur leikur þar sem Víkingar stýrðu leiknum en lentu samt 3-0 undir. Föstu leikatriðin að fara illa með Víkinga sem eru aðeins með sex stig eftir sex umferðir.... Keflvíkinga ÍBV vann í gær sem skilur Keflavík eftir á botninum með eitt stig eftir sex leiki. Kristján Guðmundsson er í vandræðum með Keflavíkurliðið sem steinlá, 4-0, gegn KR í Frostaskjóli í sjöttu umferðinni. Keflavík hefur ekki enn skorað mark á útivelli og varnarleikur liðsins er skelfilegur.... Miðverði Stjörnunnar Íslandsmeistararnir fá ekki á sig mikið af mörkum sem er ein helsta ástæða þess að liðið tapaði ekki í 27 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. En í gær kom að því að gerðu miðverðirnir, Brynjar Gauti Guðjónsson og Daníel Laxdal, sig seka um mistök. Brynjar Gauti fékk dæmda á sig vítaspyrnu og Daníel missti langa sendingu Kristins Jónssonar yfir sig, en Arnþór Ari Atlason tók snyrtilega við boltanum og kom Breiðabliki í 2-0.Jonathan Glenn kom inn í Eyjaliðið og fiskaði víti og skoraði mark.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Víkingar hafa fengið á sig fjögur mörk úr föstum leikatriðum í síðustu tveimur leikjum sínum, þrjú eftir horn og eitt eftir aukaspyrnu. *Jonathan Glenn var búinn að spila í 350 mínútur án marks í Pepsi-deildinni í sumar þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. *Víkingar hafa skorað tvö mörk eða fleiri í fjórum af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins unnið einn þeirra. *Keflvíkingar hafa enn ekki skorað í fyrri hálfleik í sumar. *Fyrsta mark Þorsteinn Már Ragnarssonar í byrjunarliði síðan í lokaumferðinni 2012. *Keflvíkingar eru búnir að fá á sig tíu mörkum fleira í ár en í fyrstu sex leikjum sínum í fyrra. *Fjölnismenn eru bara búnir að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum í sumar. *Lið undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar hafa tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Steven Lennon skoraði fyrstu þrennuna sína í efstu deild á Íslandi. *Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur skorað eða lagt upp mark í fjórum leikjum í röð. *Fyrsti sigur Vals í síðustu sjö leikjum liðsins utan Hlíðarenda í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa tvisvar farið í gegnum þriggja leikja pakkann tap-jafntefli-sigur í sumar. *Fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í 610 daga eða síðan 28. september 2013. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur haldið marki sínu hreinu í 311 mínútur. *Blikar hafa unnið jafnmarga sigra í síðustu þremur leikjum og í fjórtán leikjum þar á undan. *Annar leikurinn í röð þar sem framherji Stjörnunnar er á bekknum eftir að hafa skorað í leiknum á undan.Silfurskeiðin sá sína menn tapa í deildinni í fyrsta sinn síðan 2013.vísir/pjeturSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Stefán Árni Pálsson á Nettó-vellinum: „Á bekknum hjá KR er drengur að nafni Axel Sigurðarson en hann fæddist árið 1998 þegar HM var í Frakklandi.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: „Ólafur Karl er hjálpsamur með keilurnar og boltana. Tekur þetta allt saman eftir upphitun og ber af vellinum. Drengur góður.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 9 Steven Lennon, FH - 9 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 2 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 2Umræðan #pepsi365Í fyrra vorum við með 7 stig eftir 6 leiki en erum með 6 stig núna. Mótið er langt og það er nóg af stigum eftir #EuroVikes#pepsi365 — Hrannar Már (@HrannarEmm) May 31, 2015Fylkir voru mjög slakir í dag. Voru líka ansi slakir á móti Fjölni en fengu eitt stig þar. Vantar meiri stöðugleika enn og aftur. #pepsi365 — Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) May 31, 2015Takk kærlega #pepsi365 fyrir að sýna sigurleik hjá Keflavík svona aðeins upp á tilbreytinguna... been a while! — Ásgeir Elvar (@AsgeirElvar) May 31, 2015"Grjóthaltu kjafti og drullaðu þér í vinnuna." @hjorvarhaflida með hreina íslensku. #harkan#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) May 31, 2015Allir í " vertu næs " bolum nema Einar Orri. Það er pínu fyndið. #pepsi365#fokkinfokk#KRKEF — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 31, 2015Flækjum ekki málin Keflvíkingar. Lausnin er einföld; eitt gott liðspartý og tímabilið hefst í næsta leik... fotbolti #keflavik#pepsi365 — Saevar Saevarsson (@SaevarS) May 31, 2015Fjölnir eru ekkert einum 12 marka manni frá betri árangri, þeir eru með hann. Hann heitir Þórir Guðjónsson #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) May 31, 2015Mark 6. umferðar: Atvik 6. umferðar: Markasyrpa 6. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Sjötta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Stjarnan tapaði loks fótboltaleik, en Blikar voru fyrstir til að vinna Íslandsmeistarana sem höfðu ekki tapað í 27 leikjum í röð. ÍBV vann sinn fyrsta leik í sumar og það gegn Víkingum sem hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Keflvíkingar eru rótfastir við botninn, án sigurs.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - Keflavík 4-0Breiðablik - Stjarnan 3-0Fjölnir - ÍA 2-0FH - Leiknir 4-2Fylkir - Valur 0-3ÍBV - Víkingur 3-2Kristinn Jónsson átti stórleik gegn Stjörnunni og hér fær hann víti.vísir/ðjeturGóð umferð fyrir ...... Kristinn Frey Sigurðsson Fjölnismaðurinn fyrrverandi hefur verið frábær í liði Vals í byrjun móts. Hann fór á kostum í Árbænum þar sem Valur vann Fylki sannfærandi, 3-0, en Kristinn Freyr lagði upp öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Nú þurfa Valsmenn að fylgja þessum sigri eftir á heimavelli í næstu umferð gegn KR og ná má stöðugleika í liðið.... Steven Lennon Skoski framherjinn skoraði sína fyrstu þrennu í Pepsi-deildinni þegar FH vann Leikni, 4-2. Annað mark Lennons, sem sjá má hér neðst, var hreint ótrúlegt. Skotinn sat á afturendanum inn í teig Leiknis en tók á móti boltanum sitjandi, lyfti honum upp og skoraði aftur fyrir sig. Lygilegt. Góður dagur hjá Lennon sem náði frábærlega saman við Atla Guðnason í leiknum. Þeir minntu á það sem þeir gerðu í fyrra.... Kristinn Jónsson Vinstri bakvörðurinn er oft sagður hættulegasti sóknarmaður Breiðabliks og það er ekki að ástæðulausu. Þegar Blikar skelltu Íslandsmeisturunum fiskaði Kristinn víti sem fyrsta markið var skorað úr, gaf stoðsendinguna í öðru markinu og þriðja markið skoraði Elfar Freyr Helgason þegar hann fylgdi eftir skoti Kristins. Mögnuð frammistaða hjá bakverðinum sem er í rosalega flottu formi.Kristján Guðmundsson er í vandræðum með Keflavíkurliðið.vísir/pjeturErfið umferð fyrir ...... Víkinga Mótið hefur verið vonbrigði fyrir Víkinga til þessa. Eftir flottan sigur á útivelli í fyrstu umferð gegn Keflavík hafa Fossvogspiltar ekki náði í þrjú stig í fimm leikjum í röð. Nú urðu þeir fyrstir til að tapa fyrir Eyjamönnum. Nokkuð furðulegur leikur þar sem Víkingar stýrðu leiknum en lentu samt 3-0 undir. Föstu leikatriðin að fara illa með Víkinga sem eru aðeins með sex stig eftir sex umferðir.... Keflvíkinga ÍBV vann í gær sem skilur Keflavík eftir á botninum með eitt stig eftir sex leiki. Kristján Guðmundsson er í vandræðum með Keflavíkurliðið sem steinlá, 4-0, gegn KR í Frostaskjóli í sjöttu umferðinni. Keflavík hefur ekki enn skorað mark á útivelli og varnarleikur liðsins er skelfilegur.... Miðverði Stjörnunnar Íslandsmeistararnir fá ekki á sig mikið af mörkum sem er ein helsta ástæða þess að liðið tapaði ekki í 27 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. En í gær kom að því að gerðu miðverðirnir, Brynjar Gauti Guðjónsson og Daníel Laxdal, sig seka um mistök. Brynjar Gauti fékk dæmda á sig vítaspyrnu og Daníel missti langa sendingu Kristins Jónssonar yfir sig, en Arnþór Ari Atlason tók snyrtilega við boltanum og kom Breiðabliki í 2-0.Jonathan Glenn kom inn í Eyjaliðið og fiskaði víti og skoraði mark.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Víkingar hafa fengið á sig fjögur mörk úr föstum leikatriðum í síðustu tveimur leikjum sínum, þrjú eftir horn og eitt eftir aukaspyrnu. *Jonathan Glenn var búinn að spila í 350 mínútur án marks í Pepsi-deildinni í sumar þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. *Víkingar hafa skorað tvö mörk eða fleiri í fjórum af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins unnið einn þeirra. *Keflvíkingar hafa enn ekki skorað í fyrri hálfleik í sumar. *Fyrsta mark Þorsteinn Már Ragnarssonar í byrjunarliði síðan í lokaumferðinni 2012. *Keflvíkingar eru búnir að fá á sig tíu mörkum fleira í ár en í fyrstu sex leikjum sínum í fyrra. *Fjölnismenn eru bara búnir að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum í sumar. *Lið undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar hafa tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Steven Lennon skoraði fyrstu þrennuna sína í efstu deild á Íslandi. *Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur skorað eða lagt upp mark í fjórum leikjum í röð. *Fyrsti sigur Vals í síðustu sjö leikjum liðsins utan Hlíðarenda í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa tvisvar farið í gegnum þriggja leikja pakkann tap-jafntefli-sigur í sumar. *Fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í 610 daga eða síðan 28. september 2013. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur haldið marki sínu hreinu í 311 mínútur. *Blikar hafa unnið jafnmarga sigra í síðustu þremur leikjum og í fjórtán leikjum þar á undan. *Annar leikurinn í röð þar sem framherji Stjörnunnar er á bekknum eftir að hafa skorað í leiknum á undan.Silfurskeiðin sá sína menn tapa í deildinni í fyrsta sinn síðan 2013.vísir/pjeturSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Stefán Árni Pálsson á Nettó-vellinum: „Á bekknum hjá KR er drengur að nafni Axel Sigurðarson en hann fæddist árið 1998 þegar HM var í Frakklandi.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: „Ólafur Karl er hjálpsamur með keilurnar og boltana. Tekur þetta allt saman eftir upphitun og ber af vellinum. Drengur góður.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 9 Steven Lennon, FH - 9 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 2 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 2Umræðan #pepsi365Í fyrra vorum við með 7 stig eftir 6 leiki en erum með 6 stig núna. Mótið er langt og það er nóg af stigum eftir #EuroVikes#pepsi365 — Hrannar Már (@HrannarEmm) May 31, 2015Fylkir voru mjög slakir í dag. Voru líka ansi slakir á móti Fjölni en fengu eitt stig þar. Vantar meiri stöðugleika enn og aftur. #pepsi365 — Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) May 31, 2015Takk kærlega #pepsi365 fyrir að sýna sigurleik hjá Keflavík svona aðeins upp á tilbreytinguna... been a while! — Ásgeir Elvar (@AsgeirElvar) May 31, 2015"Grjóthaltu kjafti og drullaðu þér í vinnuna." @hjorvarhaflida með hreina íslensku. #harkan#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) May 31, 2015Allir í " vertu næs " bolum nema Einar Orri. Það er pínu fyndið. #pepsi365#fokkinfokk#KRKEF — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 31, 2015Flækjum ekki málin Keflvíkingar. Lausnin er einföld; eitt gott liðspartý og tímabilið hefst í næsta leik... fotbolti #keflavik#pepsi365 — Saevar Saevarsson (@SaevarS) May 31, 2015Fjölnir eru ekkert einum 12 marka manni frá betri árangri, þeir eru með hann. Hann heitir Þórir Guðjónsson #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) May 31, 2015Mark 6. umferðar: Atvik 6. umferðar: Markasyrpa 6. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira