Heimir Guðjóns: Leikurinn vinnst á smáum atriðum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 19:30 Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira