Brak af því sem talið er vera samsvarandi flugvél þeirri sem hvarf hefur fundist á Reunion-eyjum í Indlandshafi. Franskur sérfræðingur í flugöryggi, Xavier Tytelman, fékk sendar myndir frá íbúa á Reunion-eyjum af flugvélabraki. Eftir að hafa greint myndirnar og rætt við kollega sína telur Tytelman að brakið sé af Boeing 777 þotu.
Of snemmt er að segja til um hvort að brakið sé af flugvél Malaysian Airlines en að sögn Tytelman hafa áströlsk yfirvöld sem stjórnuðu leitinni áhuga á að komast í brakið.
Gríðarlega umfangsmikil hefur farið fram en hingað til hafa 55.000 ferkílómetrar af sjávargrunni verið kembdir án árangurs.
#MH370: wreckage found on Reunion 'matches Malaysia Airlines flight' http://t.co/6Euqf73tRP pic.twitter.com/Y3ZOwnQxXo
— The Telegraph (@Telegraph) July 29, 2015