Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 7. sæti í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi í dag.
Hrafnhildur synti á 31,12 sekúndum en hún setti Íslandsmet í undanrásunum í gær þegar hún kom í bakkann á 30,90 sekúndum.
Jennie Johansson frá Svíþjóð varð hlutskörpust en hún synti á 30,05 sekúndum. Alla Atkinson frá Jamaíku varð önnur og Yuilya Efimova frá Rússlandi náði í bronsverðlaun.
Hrafnhildur hefur átti frábært mót en hún komst einnig í úrslit í 100 metra bringusundi þar sem hún endaði í 6. sæti. Hrafnhildur komst einnig í undanúrslit í 200 metra bringusundi en hún var með þriðja besta tímann í undanrásunum í þeirri grein.
Þá var Hrafnhildur hluti af íslensku boðssundssveitinni sem setti Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi í morgun.
Ísland hefur nú lokið leik á HM en árangurinn á mótinu var afbragðs góður eins og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga.
Hrafnhildur í 7. sæti í úrslitunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn