Meiddist í Evrópuleik og mátti ekki hnerra í tvær vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2015 15:15 Steven Anderson. Vísir/Getty Steven Anderson, varnarmaður skoska liðsins St Johnstone, þurfti að hræðast það að hnerra í tvær vikur eftir að hafa orðið fyrir olnbogaskoti í leik á dögunum. Anderson meiddist á andliti í Evrópudeildarleik á móti Alashkert frá Armeníu. Hann var strax kominn með stóra kúlu undir auganu skömmu eftir atvikið. Anderson fékk höggið í seinni hálfleik í seinni leiknum en St Johnstone datt út á færri mörkum skoruðum á útivelli. Anderson vildi halda leik áfram en læknar liðsins bönnuðu honum það. Þegar kom upp á sjúkrahús kom í ljós sprunga í augntóft vinstri augans og Anderson varð því að leggjast undir hnífinn. Skoska Sun segir í morgun frá varnaðarorðum lækna Steven Anderson eftir að leikmaðurinn hafði gengist undir aðgerð til að auka stöðugleik vinstri augans. Læknar Anderson vöruðu hann við því að hann mætti ekki hnerra í tvær vikur því þá gæti vinstra augað hans hreinlega dottið út úr augnatóftinni. Steven Anderson er 29 ára gamall og hefur spilað með St Johnstone í meira en áratug. Hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Stærsta stundin hans var örugglega í bikarúrslitaleiknum á móti Dundee United árið 2014 en hann skoraði þá fyrra markið í 2-0 sigri. Þetta er eini stóri titillinn í sögu félagsins.'Docs told me if I sneezed my EYEBALL would fly out' says @St_Johnstone_FC's Steven Anderson: http://t.co/cffL3N1WfY pic.twitter.com/4gWTFnQzUo— Scottish Sun Sport (@scotsunsport) August 19, 2015 Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Steven Anderson, varnarmaður skoska liðsins St Johnstone, þurfti að hræðast það að hnerra í tvær vikur eftir að hafa orðið fyrir olnbogaskoti í leik á dögunum. Anderson meiddist á andliti í Evrópudeildarleik á móti Alashkert frá Armeníu. Hann var strax kominn með stóra kúlu undir auganu skömmu eftir atvikið. Anderson fékk höggið í seinni hálfleik í seinni leiknum en St Johnstone datt út á færri mörkum skoruðum á útivelli. Anderson vildi halda leik áfram en læknar liðsins bönnuðu honum það. Þegar kom upp á sjúkrahús kom í ljós sprunga í augntóft vinstri augans og Anderson varð því að leggjast undir hnífinn. Skoska Sun segir í morgun frá varnaðarorðum lækna Steven Anderson eftir að leikmaðurinn hafði gengist undir aðgerð til að auka stöðugleik vinstri augans. Læknar Anderson vöruðu hann við því að hann mætti ekki hnerra í tvær vikur því þá gæti vinstra augað hans hreinlega dottið út úr augnatóftinni. Steven Anderson er 29 ára gamall og hefur spilað með St Johnstone í meira en áratug. Hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Stærsta stundin hans var örugglega í bikarúrslitaleiknum á móti Dundee United árið 2014 en hann skoraði þá fyrra markið í 2-0 sigri. Þetta er eini stóri titillinn í sögu félagsins.'Docs told me if I sneezed my EYEBALL would fly out' says @St_Johnstone_FC's Steven Anderson: http://t.co/cffL3N1WfY pic.twitter.com/4gWTFnQzUo— Scottish Sun Sport (@scotsunsport) August 19, 2015
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira