Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 11:15 Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira