Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2015 03:15 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira