Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 13:38 Íslensku strákarnir. Vísir/Facebook-síða mótsins „Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
„Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35