Arnar um vítaklúður Glenn: Þetta er lengra framhjá en það virðist vera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2015 14:30 Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Sjá meira
Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Sjá meira