Skyr-smoothie í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. september 2015 10:33 Skyr-smoothie fæst nú með mörgum mismunandi bragðtegundum, meðal annars caffe latte. Vísir/Andrew Buerger Skyr-smoothie, sem fyrirtækið B’more Organic framleiðir í Maryland, er nú komið í sölu í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna. Andrew Buerger, stofnandi fyrirtækisins, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir próteinríkum og hollum drykkjum í Bandaríkjunum og fara nú vinsældir B’more vaxandi. Eftir ferð til Íslands árið 2010 stofnaði Andrew Buerger ásamt konu sinni fyrirtækið B’more Organic til að framleiða skyrsmoothie fyrir Bandaríkjamarkað. Nafnið er tilvísun í Baltimore, borgina þar sem skyrið er framleitt. Fyrirtækið leggur mikið upp úr lífrænni og sjálfbærri framleiðslu og notar einungis vörur úr nágrenninu. Í upphafi var varan einungis seld á austurströnd Bandaríkjanna í Whole Foods og öðrum sérvöruverslunum. Nýlega gerði Buerger hins vegar samning við bandarísku verslanakeðjurnar Kroger, Harris Teeter og Lowes Foods og fór frá því að selja vörurnar í 10 fylkjum yfir í 40 samtals. Forsaga fyrirtækisins er sú að þegar Buerger var í göngu á Hvannadalshnjúk til að safna áheitum fyrir góðgerðarsamtökunum Jodi’s Climb for Hope, sem fjármagna rannsóknir á MS og brjóstakrabbameini, var honum gefið skyr. Buerger, sem er með mjólkuróþol, smakkaði það sem hann taldi vera jógúrt en veiktist ekki af því. Þegar honum var sagt betur frá skyrinu taldi hann sig vera búinn að uppgötva heilsusamlegustu vöru heims; próteinríka með engri fitu og nánast engum sykri. Buerger ákvað strax að hann vildi fara að flytja inn skyr til Bandaríkjanna. Fljótlega kom þó í ljós að það voru nokkrir aðilar á markaðnum að gera það. Hann fann þó sitt eigið sérkenni og hóf að framleiða skyr-smoothie í staðinn. Uppskriftin er íslensk að uppruna en var svo þróuð með vísindamönnum úr háskólanum í Vermont. Engir Íslendingar hafa komið að henni. Buerger segir að því miður vinni þeir ekki með Íslendingum. Hins vegar sé hann í viðræðum við íslenskan fjárfesti. Buerger hefur ekki snúið aftur til Íslands frá fyrstu ferðinni en segir þau hjónin elska Ísland og geta ekki beðið eftir að koma aftur. Aðspurður segist hann bjartsýnn á framtíðina. Fyrirtækið fer stækkandi og telur hann að það sérkenni drykkjarins að hafa engan við- bættan sykur geri hann einstakan Tengdar fréttir Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skyr-smoothie, sem fyrirtækið B’more Organic framleiðir í Maryland, er nú komið í sölu í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna. Andrew Buerger, stofnandi fyrirtækisins, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir próteinríkum og hollum drykkjum í Bandaríkjunum og fara nú vinsældir B’more vaxandi. Eftir ferð til Íslands árið 2010 stofnaði Andrew Buerger ásamt konu sinni fyrirtækið B’more Organic til að framleiða skyrsmoothie fyrir Bandaríkjamarkað. Nafnið er tilvísun í Baltimore, borgina þar sem skyrið er framleitt. Fyrirtækið leggur mikið upp úr lífrænni og sjálfbærri framleiðslu og notar einungis vörur úr nágrenninu. Í upphafi var varan einungis seld á austurströnd Bandaríkjanna í Whole Foods og öðrum sérvöruverslunum. Nýlega gerði Buerger hins vegar samning við bandarísku verslanakeðjurnar Kroger, Harris Teeter og Lowes Foods og fór frá því að selja vörurnar í 10 fylkjum yfir í 40 samtals. Forsaga fyrirtækisins er sú að þegar Buerger var í göngu á Hvannadalshnjúk til að safna áheitum fyrir góðgerðarsamtökunum Jodi’s Climb for Hope, sem fjármagna rannsóknir á MS og brjóstakrabbameini, var honum gefið skyr. Buerger, sem er með mjólkuróþol, smakkaði það sem hann taldi vera jógúrt en veiktist ekki af því. Þegar honum var sagt betur frá skyrinu taldi hann sig vera búinn að uppgötva heilsusamlegustu vöru heims; próteinríka með engri fitu og nánast engum sykri. Buerger ákvað strax að hann vildi fara að flytja inn skyr til Bandaríkjanna. Fljótlega kom þó í ljós að það voru nokkrir aðilar á markaðnum að gera það. Hann fann þó sitt eigið sérkenni og hóf að framleiða skyr-smoothie í staðinn. Uppskriftin er íslensk að uppruna en var svo þróuð með vísindamönnum úr háskólanum í Vermont. Engir Íslendingar hafa komið að henni. Buerger segir að því miður vinni þeir ekki með Íslendingum. Hins vegar sé hann í viðræðum við íslenskan fjárfesti. Buerger hefur ekki snúið aftur til Íslands frá fyrstu ferðinni en segir þau hjónin elska Ísland og geta ekki beðið eftir að koma aftur. Aðspurður segist hann bjartsýnn á framtíðina. Fyrirtækið fer stækkandi og telur hann að það sérkenni drykkjarins að hafa engan við- bættan sykur geri hann einstakan
Tengdar fréttir Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14