Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 19-26 | Íslandsmeistararnir sannfærandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafone-höllinni skrifar 17. september 2015 22:00 Giedrius Morkunas fór illa með Valsmenn á síðasta tímabili. vísir/stefán Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna Val í Olísdeild karla á tímabilinu er liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Val í leik liðanna í Olís-deild karla í kvöld. Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleik tryggði sigurinn. Valsmenn voru að elta nánast allan leikinn en náðu þó að halda muninum í aðeins einu marki að loknum fyrri hálfleiknum. Haukar tóku svo öll völd í síðari hálfleik og sigldu öruggum sigri í hörn. Valsmenn áttu í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum sterka vörn gestanna auk þess sem Giedrius Morkunas átti frábæran dag í markinu og varði 49 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.Einsleitur sóknarleikur Vals Markaskorun Valsara dreifðist á aðeins fjóra menn í dag en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem átti þokkalegan dag í sókninni hjá Val. Hann var einn í stöðu hægri skyttu þar sem Geir Guðmundsson meiddist á æfingu í gær og spilar hann líklega ekki næstu vikurnar. Vignir Stefánsson, vinstri hornamaður Vals, var einnig frá vegna meiðsla en von er á honum aftur strax í næsta leik. Að sama skapi var mikil fjölbreytni í sóknarleik Hauka auk þess sem að þeir nýttu hraðaupphlaupin sín vel. Heilt yfir var sigur Íslandsmeistaranna afar sannfærandi og sendir skýr skilaboð til annarra liða í deildinni.Haukar skrefi framar Valur og Haukar eru í hópi sterkustu liða deildarinnar, enda Valur ríkjandi deildarmeistari og Haukar ríkjandi Íslandsmeistarar. Bæði lið hafa misst mikilvæga menn frá síðustu leiktíð en er engu að síður spáð góðu gengi. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir viðureign kvöldsins en Haukar eru nýkomnir aftur heim eftir góða ferð til Ítalíu þar sem þeir komust áfram í 2. umferð EHF-bikarkeppninnar. Valsmenn virtust frískari í byrjun og spiluðu góða vörn. En þeir fóru illa með dauðafærin og í stað þess að taka 3-1 forystu var staðan jöfn, 1-1, þegar Haukar hrukku í gang í tóku völdin í leiknum. Giedrius Morkunas reyndist Valsmönnum erfiður og gestirnir úr Hafnarfirði náðu að nýta sér þann meðbyr og komast mest fjórum mörkum yfir, 7-3. Valsmenn náðu að þétta raðirnar eftir þetta á nýjan leik í vörninni og Ómar Ingi Magnússon tók af skarið í sóknarleik liðsins. Hann skoraði alls sex mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og sá til þess að forysta Hauka að honum loknum var aðeins eitt mark.Vörnin skellti í lás Haukar voru mun sterkari í síðari hálfleik. Vörn liðsins var sérstaklega öflug en hún þvingaði leikmenn Vals í erfið skot auk þess sem að heimamenn töpuðu margsinnis boltanum. Gestirnir fengu því nokkur auðveld mörk en nýttu breiddina í sóknarleik sínum þar að auki vel. Aðeins innkoma Hlyns Morthens í mark Vals kom í veg fyrir að Haukum tækjust að stinga af strax í upphafi síðari hálfleiksins. Munurinn var þó orðinn sex mörk þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og ljóst í hvað stefndi. Valsmenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 22 mínútum síðari hálfleiksins. Haukavörnin var frábær og Morkunas sá svo um nánast allt annað sem á markið dreif. Það var því ekki að spyrja að útkomunni.Gunnar: Evrópukeppnin skiptir okkur máli Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, lofaði frammistöðu sinna manna en Haukar unnu góðan sigur á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld. „Seinni hálfleikur var sérstaklega góður en ég var heilt yfir ánægður með allan leikinn. Vörnin var góð og Goggi frábær í markinu,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. „Það kom kaflinn í fyrri hálfleik þar sem við tókum slæmar ákvarðanir sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. En við löguðum það í seinni hálfleik og vorum bæði þéttir og agaðir.“ Gunnar er ánægður að sjá hversu góður bragur er á liði Hauka strax í september. „Við vorum í erfiðu verkefni á Ítalíu um helgina en fengum tvo aukadaga eftir leikina til að hvíla okkur og undirbúa fyrir átökin framundan. Við nýttum þá daga vel.“ „Það sýnir hvað Evrópukeppnin skiptir okkur miklu máli. Þetta þjappar okkur saman og ég var mjög ánægður með strákana í dag og sérstaklega gott hugarfar þeirra.“ Gunnar segir að það hafi verið áhersluatriði hjá sér að nota fleiri vopn í sóknarleik Hauka, sérstaklega þar sem að liðið er búið að missa Árna Stein Steinþórsson í atvinnumennsku auk þess sem að Adam Haukur Baumruk var ekki með í dag. „Við vorum ekki með mikla hæð og við þurftum að skoða aðrar lausnir. Ég er ánægður með hvernig flæðið var í sókninni og hvernig menn skiluðu sínu.“Tjörvi: Viljum bæta okkar leik „Þetta var gott, bæði í vörn og sókn. Það voru kaflar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust aftur inn í leikinn en við náðum að laga það,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson, leikstjórnandi Hauka. „Það var gott að fara út til Ítalíu. Við spiluðum fína leiki og fengum tvo aukadaga sem þjappaði hópnum vel saman. Það var mjög gott.“ „Nú snýst þetta um að bæta okkar leik og að toppa á réttum tíma í lokin. En fyrst okkur tekst að byrja tímabilið svona vel þá vitum við að við verðum góðir í úrslitakeppninni.“Óskar Bjarni: Þeir voru skynsamari Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að hans menn hafi ávallt verið skrefi á eftir Haukum í kvöld. „Ég var ánægður með að vera bara einu marki undir eftir fyrri hálfleik. Þetta var nokkuð stirt hjá okkur. En þannig var þetta líka í leiknum gegn ÍBV þannig að ég hafði ekki miklar áhyggjur,“ sagði Óskar Bjarni. „En svo byrjum við bara skelfilega í síðari hálfleik og allt fer hjá okkur, bæði sóknar- og varnarleikur.“ „Þeir voru mun skynsamari og spiluðu bæði lengur og betur úr sínum kerfum. Við vorum stundum of fljótir að taka skotin og fleira í þeim dúr.“ Óskar Bjarni segir að vörnin hafi verið ágæt framan af en að hún hafi svo dottið niður. „Bubbi [Hlynur Morthens] kemur svo inn og gefur okkur smá líf en við náðum meira að segja ekki að nýta okkur það, því miður.“ Ómar Ingi Magnússon var langbestur í liði Vals í kvöld en hann var í stóru hlutverki í fjarveru Geirs Guðmundssonar sem meiddist aftan í læri á æfingu í gær. Óskar Bjarni á von á því að hann verði frá næstu vikurnar, að minnsta kosti. „Ómar var hættulegasti maðurinn okkar á tímabili. Hann spilaði líka góða vörn. Hann var flottur og þetta er efnilegur strákur.“ Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna Val í Olísdeild karla á tímabilinu er liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Val í leik liðanna í Olís-deild karla í kvöld. Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleik tryggði sigurinn. Valsmenn voru að elta nánast allan leikinn en náðu þó að halda muninum í aðeins einu marki að loknum fyrri hálfleiknum. Haukar tóku svo öll völd í síðari hálfleik og sigldu öruggum sigri í hörn. Valsmenn áttu í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum sterka vörn gestanna auk þess sem Giedrius Morkunas átti frábæran dag í markinu og varði 49 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.Einsleitur sóknarleikur Vals Markaskorun Valsara dreifðist á aðeins fjóra menn í dag en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem átti þokkalegan dag í sókninni hjá Val. Hann var einn í stöðu hægri skyttu þar sem Geir Guðmundsson meiddist á æfingu í gær og spilar hann líklega ekki næstu vikurnar. Vignir Stefánsson, vinstri hornamaður Vals, var einnig frá vegna meiðsla en von er á honum aftur strax í næsta leik. Að sama skapi var mikil fjölbreytni í sóknarleik Hauka auk þess sem að þeir nýttu hraðaupphlaupin sín vel. Heilt yfir var sigur Íslandsmeistaranna afar sannfærandi og sendir skýr skilaboð til annarra liða í deildinni.Haukar skrefi framar Valur og Haukar eru í hópi sterkustu liða deildarinnar, enda Valur ríkjandi deildarmeistari og Haukar ríkjandi Íslandsmeistarar. Bæði lið hafa misst mikilvæga menn frá síðustu leiktíð en er engu að síður spáð góðu gengi. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir viðureign kvöldsins en Haukar eru nýkomnir aftur heim eftir góða ferð til Ítalíu þar sem þeir komust áfram í 2. umferð EHF-bikarkeppninnar. Valsmenn virtust frískari í byrjun og spiluðu góða vörn. En þeir fóru illa með dauðafærin og í stað þess að taka 3-1 forystu var staðan jöfn, 1-1, þegar Haukar hrukku í gang í tóku völdin í leiknum. Giedrius Morkunas reyndist Valsmönnum erfiður og gestirnir úr Hafnarfirði náðu að nýta sér þann meðbyr og komast mest fjórum mörkum yfir, 7-3. Valsmenn náðu að þétta raðirnar eftir þetta á nýjan leik í vörninni og Ómar Ingi Magnússon tók af skarið í sóknarleik liðsins. Hann skoraði alls sex mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og sá til þess að forysta Hauka að honum loknum var aðeins eitt mark.Vörnin skellti í lás Haukar voru mun sterkari í síðari hálfleik. Vörn liðsins var sérstaklega öflug en hún þvingaði leikmenn Vals í erfið skot auk þess sem að heimamenn töpuðu margsinnis boltanum. Gestirnir fengu því nokkur auðveld mörk en nýttu breiddina í sóknarleik sínum þar að auki vel. Aðeins innkoma Hlyns Morthens í mark Vals kom í veg fyrir að Haukum tækjust að stinga af strax í upphafi síðari hálfleiksins. Munurinn var þó orðinn sex mörk þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og ljóst í hvað stefndi. Valsmenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 22 mínútum síðari hálfleiksins. Haukavörnin var frábær og Morkunas sá svo um nánast allt annað sem á markið dreif. Það var því ekki að spyrja að útkomunni.Gunnar: Evrópukeppnin skiptir okkur máli Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, lofaði frammistöðu sinna manna en Haukar unnu góðan sigur á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld. „Seinni hálfleikur var sérstaklega góður en ég var heilt yfir ánægður með allan leikinn. Vörnin var góð og Goggi frábær í markinu,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. „Það kom kaflinn í fyrri hálfleik þar sem við tókum slæmar ákvarðanir sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. En við löguðum það í seinni hálfleik og vorum bæði þéttir og agaðir.“ Gunnar er ánægður að sjá hversu góður bragur er á liði Hauka strax í september. „Við vorum í erfiðu verkefni á Ítalíu um helgina en fengum tvo aukadaga eftir leikina til að hvíla okkur og undirbúa fyrir átökin framundan. Við nýttum þá daga vel.“ „Það sýnir hvað Evrópukeppnin skiptir okkur miklu máli. Þetta þjappar okkur saman og ég var mjög ánægður með strákana í dag og sérstaklega gott hugarfar þeirra.“ Gunnar segir að það hafi verið áhersluatriði hjá sér að nota fleiri vopn í sóknarleik Hauka, sérstaklega þar sem að liðið er búið að missa Árna Stein Steinþórsson í atvinnumennsku auk þess sem að Adam Haukur Baumruk var ekki með í dag. „Við vorum ekki með mikla hæð og við þurftum að skoða aðrar lausnir. Ég er ánægður með hvernig flæðið var í sókninni og hvernig menn skiluðu sínu.“Tjörvi: Viljum bæta okkar leik „Þetta var gott, bæði í vörn og sókn. Það voru kaflar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust aftur inn í leikinn en við náðum að laga það,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson, leikstjórnandi Hauka. „Það var gott að fara út til Ítalíu. Við spiluðum fína leiki og fengum tvo aukadaga sem þjappaði hópnum vel saman. Það var mjög gott.“ „Nú snýst þetta um að bæta okkar leik og að toppa á réttum tíma í lokin. En fyrst okkur tekst að byrja tímabilið svona vel þá vitum við að við verðum góðir í úrslitakeppninni.“Óskar Bjarni: Þeir voru skynsamari Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að hans menn hafi ávallt verið skrefi á eftir Haukum í kvöld. „Ég var ánægður með að vera bara einu marki undir eftir fyrri hálfleik. Þetta var nokkuð stirt hjá okkur. En þannig var þetta líka í leiknum gegn ÍBV þannig að ég hafði ekki miklar áhyggjur,“ sagði Óskar Bjarni. „En svo byrjum við bara skelfilega í síðari hálfleik og allt fer hjá okkur, bæði sóknar- og varnarleikur.“ „Þeir voru mun skynsamari og spiluðu bæði lengur og betur úr sínum kerfum. Við vorum stundum of fljótir að taka skotin og fleira í þeim dúr.“ Óskar Bjarni segir að vörnin hafi verið ágæt framan af en að hún hafi svo dottið niður. „Bubbi [Hlynur Morthens] kemur svo inn og gefur okkur smá líf en við náðum meira að segja ekki að nýta okkur það, því miður.“ Ómar Ingi Magnússon var langbestur í liði Vals í kvöld en hann var í stóru hlutverki í fjarveru Geirs Guðmundssonar sem meiddist aftan í læri á æfingu í gær. Óskar Bjarni á von á því að hann verði frá næstu vikurnar, að minnsta kosti. „Ómar var hættulegasti maðurinn okkar á tímabili. Hann spilaði líka góða vörn. Hann var flottur og þetta er efnilegur strákur.“
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira