Nýtt stýrikerfi Apple kemur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 17:45 Margir hafa beðið spenntir eftir þessari uppfærslu. Vísir/Getty Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot Tækni Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot
Tækni Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira