Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 33-26 | Öruggt hjá nýliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 21:00 Ásbjörn, leikmaður FH. Vísir/Andri Marinó Grótta rúllaði yfir FH á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í 2. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 33-26, nýliðunum í vil. Gróttumenn spiluðu vel í fyrri hálfleik. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana var Lárus Gunnarsson í góðum gír, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiksins þegar hann varði hvert skotið á fætur öðru. Sóknarleikur Gróttu var ekki fullkominn og tæknifeilarnir voru helst til of margir en þegar heimamenn gáfu sér tíma í sókninni fengu þeir færi. Og þeir nýttu flest þeirra enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleiknum frábær, eða 70%. Ágúst Elí Björgvinsson fann sig engan veginn í marki FH og það var í raun ótrúlegt að honum skyldi ekki hafa verið skipt af velli í fyrri hálfleiknum. FH-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og eftir sex mínútna leik var staðan 1-3 gestunum í vil. En þá hrökk sóknarleikurinn í baklás; FH-ingar köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér og leikstjórnin var ekki góð. Ásbjörn Friðriksson var mjög ólíkur sjálfum sér, Ísak Rafnsson fann sig engan veginn og það var helst Einar Rafn Eiðsson, sem spilaði í skyttustöðunni hægra megin, sem fann leiðina framhjá vörn Gróttu. Einar var markahæstur í liði FH í hálfleik með fimm mörk. Gróttumenn hertu smám saman tökin, komust yfir og áttu svo frábæran átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins þar sem þeir breyttu stöðunni úr 11-9 í 16-9. Einar Rafn sá hins vegar til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. FH-ingar voru litlu skárri í seinni hálfleik og Gróttumenn bættu bara í. Viggó Kristjánsson, markakóngur 1. deildarinnar í fyrra, átti frábæran leik í liði heimamanna; skoraði fimm mörk og átti í kringum 10 stoðsendingar á félaga sína. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og þegar 13 mínútur voru eftir kom Finnur Ingi Seltirningum 10 mörkum yfir, 27-17. Ótrúlegar tölur og eitthvað sem fæstir áttu eflaust von á. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá Hafnfirðingum sem héldu áfram að kasta boltanum frá sér og voru reynslumestu menn liðsins verstir í þeim efnum eins og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, talaði um eftir leikinn. Þá hjálpaði það lítið til að Andri Berg Haraldsson fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Undir lokin leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu en úrslitin voru löngu ráðin. Öruggur sjö marka sigur Gróttu staðreynd og nýliðarnir því komnir á blað í Olís-deildinni. Finnur Ingi var markahæstur í liði Gróttu með níu mörk en Júlíus Þórir Stefánsson kom næstur með sjö mörk úr vinstra horninu. Lárus varði 18 skot (42%) í markinu. Einar Rafn skoraði mest fyrir FH, eða átta mörk. Benedikt Reynir Kristinsson kom næstur en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk úr sjö skotum.Viggó: Létum boltann ganga betur en í síðasta leik Viggó Kristjánsson, örvhent skytta Gróttu, átti frábæran leik þegar Seltirningar unnu öruggan sjö marka sigur, 33-26, á FH á heimavelli í kvöld. Viggó skoraði fimm mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum á félaga sína. "Þetta var helvítis barningur, allavega framan af fyrri hálfleik. Við náðum síðan góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni," sagði Viggó en hvað skilaði sigrinum í kvöld að hans mati? "Varnarleikurinn, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Mér fannst við loka vel á þá. Sóknarleikurinn gekk betur en í síðasta leik (24-21 tap fyrir Aftureldingu), við vorum að láta boltann ganga betur og það var ekki jafn mikið stress. Allt í allt, miklu betri leikur en síðast." Gróttumenn voru á köflum helst til bráðir í sókninni í byrjun leiks en um leið og þeir gáfu sér betri tíma fóru þeir að opna vörn FH. "Það var smá hik og stress í byrjun en um leið og við náðum 2-3 góðum sóknum fórum við að lesa í vörnina hjá þeim og það kom gott flot á boltann. Og skotin voru líka að enda inni í dag. Þetta var ekki stöngin út eins og gegn Aftureldingu," sagði Viggó sem var einnig mátulega sáttur með Lárus Gunnarsson í marki Gróttu en hann varði alls 18 skot í kvöld. "Mér fannst hann góður í seinni hálfleik, hann hefði mátt taka aðeins fleiri skot í þeim fyrri. En markvarslan var betri en í síðasta leik sem er jákvætt," sagði Viggó að endingu.Halldór: Þetta var ekki boðlegt Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ómyrkur í máli eftir leikinn og var verulega ósáttur með sitt lið. "Við spiluðum ekki vörn, nema fyrstu 10 mínúturnar, og köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk. Þeir komust í hraðaupphlaup, unnu sig inn í leikinn og öðluðust trú. "Við gáfum eftir, brotnuðum og færðum þeim þetta upp í hendurnar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut," sagði Halldór sem gagnrýndi sína reynslumestu menn fyrir slakan leik en það var á köflum ótrúlega að horfa til reyndra manna í FH-liðinu kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma. "Þetta var bara óðagot. Mínir reynslumestu menn voru gjörsamlega úti á þekju. Það voru yngstu mennirnir sem drógu vagninn þegar á leið og náðu að minnka muninn. Þetta er óásættanlegt," sagði Halldór og hélt áfram: "Við þurfum að líta í eigin barm og skoða allan okkar undirbúning. Ég þarf að skoða margt sem viðkemur því sem við erum að gera. Ef þetta heldur svona áfram hef ég virkilegar áhyggjur og mér finnst þetta ekki vera boðlegt. Við erum ekki úrvalsdeildarhæfir eins og við spiluðum í dag." Reynslumesti leikmaður FH, Andri Berg Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Halldór sagði dóminn réttan. "Þetta var hárrétt, þaðan sem ég sá þetta. Hann var kominn í gegn og hann rífur í hann. Það er rautt spjald. Reglurnar eru skýrar," sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Grótta rúllaði yfir FH á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í 2. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 33-26, nýliðunum í vil. Gróttumenn spiluðu vel í fyrri hálfleik. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana var Lárus Gunnarsson í góðum gír, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiksins þegar hann varði hvert skotið á fætur öðru. Sóknarleikur Gróttu var ekki fullkominn og tæknifeilarnir voru helst til of margir en þegar heimamenn gáfu sér tíma í sókninni fengu þeir færi. Og þeir nýttu flest þeirra enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleiknum frábær, eða 70%. Ágúst Elí Björgvinsson fann sig engan veginn í marki FH og það var í raun ótrúlegt að honum skyldi ekki hafa verið skipt af velli í fyrri hálfleiknum. FH-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og eftir sex mínútna leik var staðan 1-3 gestunum í vil. En þá hrökk sóknarleikurinn í baklás; FH-ingar köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér og leikstjórnin var ekki góð. Ásbjörn Friðriksson var mjög ólíkur sjálfum sér, Ísak Rafnsson fann sig engan veginn og það var helst Einar Rafn Eiðsson, sem spilaði í skyttustöðunni hægra megin, sem fann leiðina framhjá vörn Gróttu. Einar var markahæstur í liði FH í hálfleik með fimm mörk. Gróttumenn hertu smám saman tökin, komust yfir og áttu svo frábæran átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins þar sem þeir breyttu stöðunni úr 11-9 í 16-9. Einar Rafn sá hins vegar til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. FH-ingar voru litlu skárri í seinni hálfleik og Gróttumenn bættu bara í. Viggó Kristjánsson, markakóngur 1. deildarinnar í fyrra, átti frábæran leik í liði heimamanna; skoraði fimm mörk og átti í kringum 10 stoðsendingar á félaga sína. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og þegar 13 mínútur voru eftir kom Finnur Ingi Seltirningum 10 mörkum yfir, 27-17. Ótrúlegar tölur og eitthvað sem fæstir áttu eflaust von á. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá Hafnfirðingum sem héldu áfram að kasta boltanum frá sér og voru reynslumestu menn liðsins verstir í þeim efnum eins og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, talaði um eftir leikinn. Þá hjálpaði það lítið til að Andri Berg Haraldsson fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Undir lokin leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu en úrslitin voru löngu ráðin. Öruggur sjö marka sigur Gróttu staðreynd og nýliðarnir því komnir á blað í Olís-deildinni. Finnur Ingi var markahæstur í liði Gróttu með níu mörk en Júlíus Þórir Stefánsson kom næstur með sjö mörk úr vinstra horninu. Lárus varði 18 skot (42%) í markinu. Einar Rafn skoraði mest fyrir FH, eða átta mörk. Benedikt Reynir Kristinsson kom næstur en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk úr sjö skotum.Viggó: Létum boltann ganga betur en í síðasta leik Viggó Kristjánsson, örvhent skytta Gróttu, átti frábæran leik þegar Seltirningar unnu öruggan sjö marka sigur, 33-26, á FH á heimavelli í kvöld. Viggó skoraði fimm mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum á félaga sína. "Þetta var helvítis barningur, allavega framan af fyrri hálfleik. Við náðum síðan góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni," sagði Viggó en hvað skilaði sigrinum í kvöld að hans mati? "Varnarleikurinn, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Mér fannst við loka vel á þá. Sóknarleikurinn gekk betur en í síðasta leik (24-21 tap fyrir Aftureldingu), við vorum að láta boltann ganga betur og það var ekki jafn mikið stress. Allt í allt, miklu betri leikur en síðast." Gróttumenn voru á köflum helst til bráðir í sókninni í byrjun leiks en um leið og þeir gáfu sér betri tíma fóru þeir að opna vörn FH. "Það var smá hik og stress í byrjun en um leið og við náðum 2-3 góðum sóknum fórum við að lesa í vörnina hjá þeim og það kom gott flot á boltann. Og skotin voru líka að enda inni í dag. Þetta var ekki stöngin út eins og gegn Aftureldingu," sagði Viggó sem var einnig mátulega sáttur með Lárus Gunnarsson í marki Gróttu en hann varði alls 18 skot í kvöld. "Mér fannst hann góður í seinni hálfleik, hann hefði mátt taka aðeins fleiri skot í þeim fyrri. En markvarslan var betri en í síðasta leik sem er jákvætt," sagði Viggó að endingu.Halldór: Þetta var ekki boðlegt Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ómyrkur í máli eftir leikinn og var verulega ósáttur með sitt lið. "Við spiluðum ekki vörn, nema fyrstu 10 mínúturnar, og köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk. Þeir komust í hraðaupphlaup, unnu sig inn í leikinn og öðluðust trú. "Við gáfum eftir, brotnuðum og færðum þeim þetta upp í hendurnar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut," sagði Halldór sem gagnrýndi sína reynslumestu menn fyrir slakan leik en það var á köflum ótrúlega að horfa til reyndra manna í FH-liðinu kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma. "Þetta var bara óðagot. Mínir reynslumestu menn voru gjörsamlega úti á þekju. Það voru yngstu mennirnir sem drógu vagninn þegar á leið og náðu að minnka muninn. Þetta er óásættanlegt," sagði Halldór og hélt áfram: "Við þurfum að líta í eigin barm og skoða allan okkar undirbúning. Ég þarf að skoða margt sem viðkemur því sem við erum að gera. Ef þetta heldur svona áfram hef ég virkilegar áhyggjur og mér finnst þetta ekki vera boðlegt. Við erum ekki úrvalsdeildarhæfir eins og við spiluðum í dag." Reynslumesti leikmaður FH, Andri Berg Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Halldór sagði dóminn réttan. "Þetta var hárrétt, þaðan sem ég sá þetta. Hann var kominn í gegn og hann rífur í hann. Það er rautt spjald. Reglurnar eru skýrar," sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira