Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. september 2015 20:13 Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins. vísir/daníel ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira