Ekki dugleg við að taka pláss sem afmælisbarn Guðrún Ansnes skrifar 12. september 2015 10:30 Þórunn er stútfull af þakklæti á þessum merku tímamótum og ætlar að njóta sín með fjölskyldunni í dag. Vísir/GVA „Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin. Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira
„Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin.
Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira