Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 1-0 | Draumamark Arnars sá um Valsmenn Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. september 2015 18:00 Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Skagamanna á Keflavík í síðustu umferð. vísir/ernir Draumamark Arnars Más Guðjónssonar skyldi liðin að í 1-0 sigri ÍA á Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Aðstæður voru erfiðar, mikið rok á Akranesi í dag en sigurmark leiksins kom þegar Arnar Már nýtti sér rokið og skoraði með skoti frá miðju. Liðin höfðu ekki að miklu að keppa í dag en Valsmenn höfðu þegar tryggt sér Evrópusæti og Skagamenn voru sloppnir við fall eftir 4-0 sigur á Keflavík í síðustu umferð. Aðstæðurnar voru erfiðar upp á Skaga í dag, töluvert rok sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og höfðu fyrir vikið töluverða yfirburði í hálfleiknum en þeim gekk illa að skapa sér færi. Fengu Valsmenn besta færi fyrri hálfleiks í upphafi leiksins þegar Sigurður Egill Lárusson lék á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA en Gylfa Veigari Gylfasyni tókst að hreinsa á línu á síðustu stundu. Leikmenn ÍA reyndu að nýta sér vindinn og reyndi töluvert á Anton Ara Einarsson sem stóð vaktina í marki Valsmanna í stað Ingvars Þórs Kale. Kom eina mark fyrri hálfleiksins einmitt þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði með skoti úr miðjuboganum. Sá hann að Anton var of framarlega í markinu og lét vaða úr miðjuboganum og sigldi boltinn yfir Anton í markinu. Fyrir utan fína aukaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni tókst Valsmönnum vel að loka á sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleik í stöðunni 0-1. Í seinni hálfleik léku Valsmenn með vindinn í bakið og voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu en Skagamönnum tókst vel að loka á sóknarlotur Valsmanna sem einkenndust fyrir vikið af langskotum. Áttu Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Emil Atlason allir fínar tilraunir en liðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri gegn sterkri vörn heimamanna. Skagamenn fengu sannkallað dauðafæri til þess að gera út um leikinn átta mínútum fyrir leikslok þegar Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu fyrir brot innan vítateigs Valsmanna. Garðar Bergmann Gunnlaugsson steig á punktinn en hann setti vítið í slánna og gaf gestunum von um að þeir gætu enn fengið eitthvað úr þessu. Valsmenn reyndu að færa sig framar á völlinn seinustu mínútur leiksins en þeim tókst ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri Skagamanna.Jón Þór: Arnar getur galdrað svona hluti fram „Við tryggðum sæti okkar um síðustu helgi en þetta er mikilvægur sigur. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem við höldum hreinu í og strákarnir eiga hrós skilið fyrir frábæran karakter,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sáttur eftir leikinn. Jón Þór fann ekki neinu kæruleysi hjá leikmönnum ÍA eftir að hafa tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni í síðasta leik. „Það var að litlu að keppa en strákarnir sýndu góðan karakter. Undirbúningurinn gekk vel og við vildum allir ná í þrjú stig og það var ekki jafn erfitt að fá leikmennina í gír og maður hefði haldið.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í dag, rok setti strik sitt í reikninginn. „Það voru erfiðar aðstæður en leikmönnum tókst vel að takast á við þetta. Við reyndum að halda boltanum niðri þegar við lékum gegn vindi og mér fannst strákarnir leysa það vel. Við áttum ágætis kafla í ansi erfiðum aðstæðum.“ Jón Þór var ánægður með sigurmark leiksins sem var í glæsilegri kantinum. „Þetta er bara í eðli hans, hann þarf ekkert að æfa þetta því hann getur galdrað þetta fram. Hann sýndi það og sannaði í dag.“Ólafur: Ekki mikill fótbolti leikinn í leiknum í dag „Það er alltaf fúlt að tapa en það var ekki mikill fótbolti í þessum leik vegna aðstæðanna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Við vissum að það yrði rok og við bjuggumst við rigningu svo við vorum undirbúnir fyrir að þetta yrði tvískipt, við myndum sækja í öðrum hálfleiknum og verjast í hinum.“ Ólafur var fúll yfir því að ná ekki að setja mark á Skagamenn en Valur fékk betri færi í fyrri hálfleik þegar þeir léku gegn vindi. „Við vorum að fá fín færi í fyrri hálfleik, dauðafæri í upphafi leiks en við lentum í vandræðum að spila undan slíkum vindi. Menn eru að skjóta langt utan af velli og þetta var bara spurning hvort menn myndu hitta á markið.“ Anton Ari Einarsson fékk tækifærið í marki Valsmanna í dag en hann lenti í töluverðum vandræðum í fyrri hálfleik. Kom sigurmark leiksins einmitt úr langskoti sem fór yfir Anton. „Það var erfitt fyrir alla að vera inná en það voru bæði liðin að spila í sama veðri og þetta datt þeirra megin í dag. Þessi mörk koma í roki, hann hitti hann vel og vindurinn hjálpaði honum. Það er lýsandi fyrir rokleik.“ Ólafur óskaði að lokum FH til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en hann var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Ég er ánægður að ef við urðum ekki meistarar tóku þeir þetta og ég vill bara óska þeim til hamingju með það.“Arnar Már: Þetta var allan daginn skot „Þetta var frábær sigur, aðstæðurnar voru erfiðar sem gerði þetta enn sætara,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn. ÍA vann 1-0 sigur í afar erfiðum aðstæðum á Akranesi í dag. „Þetta var ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat samt nýtt mér aðstæðurnar í fyrri hálfleik í markinu. Boltinn var mikið útaf og markmennirnir að ströggla. Þetta var ekkert fallegur fótbolti.“ Arnar segir að undirbúningurinn í vikunni hefði verið góður. „Það var örlítið öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en Gulli hélt okkur á jörðinni og hélt góða fundi í vikunni. Hann benti okkur á hluti sem við gætum nýtt okkur í leiknum og það virkaði greinilega vel.“ Arnar skoraði sigurmarkið með skoti úr miðjuboganum en hann var ekki lengi að svara hvort þetta hefði verið skot. „Allan daginn, við ræddum fyrir leikinn að nýta tækifæri að nota vindinn og það tókst þarna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Draumamark Arnars Más Guðjónssonar skyldi liðin að í 1-0 sigri ÍA á Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Aðstæður voru erfiðar, mikið rok á Akranesi í dag en sigurmark leiksins kom þegar Arnar Már nýtti sér rokið og skoraði með skoti frá miðju. Liðin höfðu ekki að miklu að keppa í dag en Valsmenn höfðu þegar tryggt sér Evrópusæti og Skagamenn voru sloppnir við fall eftir 4-0 sigur á Keflavík í síðustu umferð. Aðstæðurnar voru erfiðar upp á Skaga í dag, töluvert rok sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og höfðu fyrir vikið töluverða yfirburði í hálfleiknum en þeim gekk illa að skapa sér færi. Fengu Valsmenn besta færi fyrri hálfleiks í upphafi leiksins þegar Sigurður Egill Lárusson lék á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA en Gylfa Veigari Gylfasyni tókst að hreinsa á línu á síðustu stundu. Leikmenn ÍA reyndu að nýta sér vindinn og reyndi töluvert á Anton Ara Einarsson sem stóð vaktina í marki Valsmanna í stað Ingvars Þórs Kale. Kom eina mark fyrri hálfleiksins einmitt þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði með skoti úr miðjuboganum. Sá hann að Anton var of framarlega í markinu og lét vaða úr miðjuboganum og sigldi boltinn yfir Anton í markinu. Fyrir utan fína aukaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni tókst Valsmönnum vel að loka á sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleik í stöðunni 0-1. Í seinni hálfleik léku Valsmenn með vindinn í bakið og voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu en Skagamönnum tókst vel að loka á sóknarlotur Valsmanna sem einkenndust fyrir vikið af langskotum. Áttu Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Emil Atlason allir fínar tilraunir en liðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri gegn sterkri vörn heimamanna. Skagamenn fengu sannkallað dauðafæri til þess að gera út um leikinn átta mínútum fyrir leikslok þegar Gunnar Jarl Jónsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu fyrir brot innan vítateigs Valsmanna. Garðar Bergmann Gunnlaugsson steig á punktinn en hann setti vítið í slánna og gaf gestunum von um að þeir gætu enn fengið eitthvað úr þessu. Valsmenn reyndu að færa sig framar á völlinn seinustu mínútur leiksins en þeim tókst ekki að jafna metin og lauk leiknum með 1-0 sigri Skagamanna.Jón Þór: Arnar getur galdrað svona hluti fram „Við tryggðum sæti okkar um síðustu helgi en þetta er mikilvægur sigur. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem við höldum hreinu í og strákarnir eiga hrós skilið fyrir frábæran karakter,“ sagði Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, sáttur eftir leikinn. Jón Þór fann ekki neinu kæruleysi hjá leikmönnum ÍA eftir að hafa tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni í síðasta leik. „Það var að litlu að keppa en strákarnir sýndu góðan karakter. Undirbúningurinn gekk vel og við vildum allir ná í þrjú stig og það var ekki jafn erfitt að fá leikmennina í gír og maður hefði haldið.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í dag, rok setti strik sitt í reikninginn. „Það voru erfiðar aðstæður en leikmönnum tókst vel að takast á við þetta. Við reyndum að halda boltanum niðri þegar við lékum gegn vindi og mér fannst strákarnir leysa það vel. Við áttum ágætis kafla í ansi erfiðum aðstæðum.“ Jón Þór var ánægður með sigurmark leiksins sem var í glæsilegri kantinum. „Þetta er bara í eðli hans, hann þarf ekkert að æfa þetta því hann getur galdrað þetta fram. Hann sýndi það og sannaði í dag.“Ólafur: Ekki mikill fótbolti leikinn í leiknum í dag „Það er alltaf fúlt að tapa en það var ekki mikill fótbolti í þessum leik vegna aðstæðanna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Við vissum að það yrði rok og við bjuggumst við rigningu svo við vorum undirbúnir fyrir að þetta yrði tvískipt, við myndum sækja í öðrum hálfleiknum og verjast í hinum.“ Ólafur var fúll yfir því að ná ekki að setja mark á Skagamenn en Valur fékk betri færi í fyrri hálfleik þegar þeir léku gegn vindi. „Við vorum að fá fín færi í fyrri hálfleik, dauðafæri í upphafi leiks en við lentum í vandræðum að spila undan slíkum vindi. Menn eru að skjóta langt utan af velli og þetta var bara spurning hvort menn myndu hitta á markið.“ Anton Ari Einarsson fékk tækifærið í marki Valsmanna í dag en hann lenti í töluverðum vandræðum í fyrri hálfleik. Kom sigurmark leiksins einmitt úr langskoti sem fór yfir Anton. „Það var erfitt fyrir alla að vera inná en það voru bæði liðin að spila í sama veðri og þetta datt þeirra megin í dag. Þessi mörk koma í roki, hann hitti hann vel og vindurinn hjálpaði honum. Það er lýsandi fyrir rokleik.“ Ólafur óskaði að lokum FH til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en hann var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Ég er ánægður að ef við urðum ekki meistarar tóku þeir þetta og ég vill bara óska þeim til hamingju með það.“Arnar Már: Þetta var allan daginn skot „Þetta var frábær sigur, aðstæðurnar voru erfiðar sem gerði þetta enn sætara,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn. ÍA vann 1-0 sigur í afar erfiðum aðstæðum á Akranesi í dag. „Þetta var ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat samt nýtt mér aðstæðurnar í fyrri hálfleik í markinu. Boltinn var mikið útaf og markmennirnir að ströggla. Þetta var ekkert fallegur fótbolti.“ Arnar segir að undirbúningurinn í vikunni hefði verið góður. „Það var örlítið öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en Gulli hélt okkur á jörðinni og hélt góða fundi í vikunni. Hann benti okkur á hluti sem við gætum nýtt okkur í leiknum og það virkaði greinilega vel.“ Arnar skoraði sigurmarkið með skoti úr miðjuboganum en hann var ekki lengi að svara hvort þetta hefði verið skot. „Allan daginn, við ræddum fyrir leikinn að nýta tækifæri að nota vindinn og það tókst þarna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira