Hann lenti með kanadísku poppstjörnunni á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn og hafa þeir verið á ferðalagi um Suðurlandið með ljósmyndaranum Chris Burkard og fríðu föruneyti. Kramer var spenntur fyrir að skoða Fjaðrárgljúfur.
„Ég sá mynd af glúfrinu á Instagram-síðu Burkard og mig hefur alltaf dreymt um að sjá það með berum augum.“
Chris Burkard skipulagði ferðina og þeir Bieber og Kramer ákváðu að hitta hann á Íslandi.
Bieber og félagar skoðuðu Fjaðrárgljúfur, sem er í nágrenni Kirkjubæjarklausturs, í gær og skellti Bieber sér ofan í.
Sjá einnig: Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri
Bieber sat fyrir í undirfataauglýsingu hjá fyrirtækinu Calvin Klein á dögunum og sló heldur í gegn. Hann klæðir sig greinilega aðeins í nærbuxum frá því fyrirtæki. Hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að hann klæði sig aðeins einu sinni í hverjar nærbuxur frá fyrirtækinu.
Fjaðrárgljúfur er mikilfengleg náttúrusmíð sem sennilega hefur orðið til á síðjökulstíma fyrir u.þ.b níu þúsund árum. Gljúfrið er skammt vestan Kirkjubæjarklausturs við Lakaveg/Holtsveg. Fjaðrá fellur þar fram af heiðarbrúninni í tiltölulega breiðu og fallegu móbergsgljúfri.
Samkvæmt heimildum Vísis sást Bieber á Keflavíkurflugvelli í morgun og er hann á leiðinni af landi brott.