Sá þriðji var í boði Gasol Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 06:00 Pau Gasol tekur við verðlaununum sem besti leikmaður mótsins. vísir/getty Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar
EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira