Spá versta ári á Wall Street síðan 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Í lok september varð veruleg lækkun á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira