Freyr og Davíð hættir með Leikni | "Fer stoltur frá verkefninu“ Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2015 16:22 Freyr Alexandersson. Vísir/ernir „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
„Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00