Liverpool-maður annar tveggja nýliða í enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 11:48 Danny Ings fagnar marki með Liverpool. Vísir/EPA Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen. Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir. Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham. Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.Leikmannahópur Englendinga:Markverðir: Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton). Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)Framherjar: Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal). EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen. Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir. Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham. Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.Leikmannahópur Englendinga:Markverðir: Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton). Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)Framherjar: Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal).
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira