Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hann hafa mætt þúsundum sem væru á vergangi, án skjóls og stuðnings. Þar að auki hafa myndir af fjölda manns á flótta birst á samfélagsmiðlum frá Sýrlandi.
نزوح نحو 75 ألف مدني من ريف حلب الجنوبي منذ بدء هجوم قوات نظام الأسد، بغطاء جوي من الطائرات الروسية يوم السبت الماضي pic.twitter.com/yBbR78T3z7
— الائتلاف الوطني (@SyrianCoalition) October 19, 2015
Þá gerði Íslamska ríkið einnig sókn gegn uppreisnarhópunum og tóku vígamenn samtakanna þó nokkur þorp í norðurhluta Sýrlands.
Áður en loftárásir Rússa hófust í síðasta mánuði höfðu uppreisnarhóparnir sótt fram inn á yfirráðasvæði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Ný vopn
Uppreisnarmenn úr hópnum Free Syrian Army sögðu Reuters fréttaveitunni að þeir hefðu nýlega fengið ný vopn frá Bandaríkjunum. Þar á meðal eru sérstök flugskeyti sem notuð eru til að granda skriðdrekum.
Þrátt fyrir nýju vopnin hafa uppreisnarmennirnir ekki getað stöðvað sóknina gegn þeim.
Hér að neðan má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem unnið er af greinendum Institute for United Conflict Analysts. Kortið er unnið upp úr ýmsum gögnum eins og fjölmiðlum, yfirlýsingum stríðandi fylkinga og samfélagsmiðlum.
Einnig er hægt að sjá kort hér, sem unnið er af Institute for the Study of War. Þar má einnig sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands og Bandaríkjanna.