Íslenskur trommuleikur í einum vinsælasta hljóðbanka heims Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. október 2015 07:00 Arnar Þór Gíslason spilaði á fjögur trommusett í upptökunum, ásamt því að nota ótal málmgjallir og annan búnað. mynd/Mikael Stenberg Upptökustjórinn Birgir Jón Birgisson og trommuleikarinn Arnar Þór Gíslason tóku upp trommuhljóð og trommutakta fyrir einn vinsælasta hljóðbanka sem til er, EZdrummer. Um er að ræða hugbúnað fyrir hljóð- og upptökuvinnslu, sem er hljóðbanki undir nafninu Post-Rock EZX, undirhljóðbanki fyrir EZdrummer, og inniheldur hann trommuhljóð, trommutakta og annað tengt trommuleik, sem Arnar Þór spilaði inn og Birgir Jón tók upp. Upptökurnar fóru fram í hljóðverinu Sundlauginni, sem er til húsa í Mosfellsbæ, og í höfuðstöðvum fyrirtækisins Toontrack, sem framleiðir hugbúnaðinn í Svíþjóð. „Þeir hjá Toontrack höfðu samband við mig og spurðu hvort þetta væri mögulegt. Þeir voru búnir að kynna sér katalóginn og hvað við höfum verið að gera hérna í Sundlauginni og vildu vísa í þá tónlist og tónlistarstefnu sem við höfum verið að vinna í Sundlauginni. Ég ákvað að heyra í Adda því við höfum unnið mikið saman og hann var til í að gera þetta,“ segir Birgir Jón um ferlið. Hljómsveitin Sigur Rós átti Sundlaugina á sínum tíma og tók mikið upp þar en sveitin hefur verið ein fremsta Post Rock-hljómsveit í heimi í seinni tíð. „Sundlaugin er með sitt sánd og þeir eru hrifnir af því,“ bætir Birgir við. „Þetta var rosa gaman, það fór alveg heil vika í þetta. Ég spilaði lítið af trommutöktum því í svona vinnu eru meira tekin upp stök trommuslög. Ég hef til dæmis spilað svona hundrað mismunandi slög á eina sneriltrommu, allt frá mjög sterku yfir í mjög veikt,“ segir Arnar Þór um verkefnið.Birgir Jón Birgisson er hér einbeittur á svip í stjórnklefanum í Sundlauginni.mynd/Mikael StenbergÍ upptökunum notaði Arnar Þór fjögur mismunandi trommusett, alls kyns málmgjallir og önnur slagverkshljóðfæri. Toontrack hefur farið um allan heim, í alls kyns hljóðver til þess að taka upp hljóð fyrir hljóðbankana sína og hefur fengið þekkta upptökustjóra og trommuleikara til að vinna fyrir sig. Hvað er EZdrummer?EZdrummer er trommuhljóðbanki sem menn geta notað í hljóðvinnslu og upptökum. Undir EZdrummer er fjöldi svokallaðra undirhljóðbanka, en nöfn þeirra vitna í þann stíl sem einkennir hvern banka fyrir sig. Birgir Jón og Arnar Þór unnu að hljóðbanka sem heitir Post-Rock EZX, þar er að finna hljóð sem einkenna Post Rock-tónlistarstefnuna. EZdrummer er einn vinsælasti hljóðbanki í heimi, með tugi þúsunda notenda og er hann seldur í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Upptökustjórinn Birgir Jón Birgisson og trommuleikarinn Arnar Þór Gíslason tóku upp trommuhljóð og trommutakta fyrir einn vinsælasta hljóðbanka sem til er, EZdrummer. Um er að ræða hugbúnað fyrir hljóð- og upptökuvinnslu, sem er hljóðbanki undir nafninu Post-Rock EZX, undirhljóðbanki fyrir EZdrummer, og inniheldur hann trommuhljóð, trommutakta og annað tengt trommuleik, sem Arnar Þór spilaði inn og Birgir Jón tók upp. Upptökurnar fóru fram í hljóðverinu Sundlauginni, sem er til húsa í Mosfellsbæ, og í höfuðstöðvum fyrirtækisins Toontrack, sem framleiðir hugbúnaðinn í Svíþjóð. „Þeir hjá Toontrack höfðu samband við mig og spurðu hvort þetta væri mögulegt. Þeir voru búnir að kynna sér katalóginn og hvað við höfum verið að gera hérna í Sundlauginni og vildu vísa í þá tónlist og tónlistarstefnu sem við höfum verið að vinna í Sundlauginni. Ég ákvað að heyra í Adda því við höfum unnið mikið saman og hann var til í að gera þetta,“ segir Birgir Jón um ferlið. Hljómsveitin Sigur Rós átti Sundlaugina á sínum tíma og tók mikið upp þar en sveitin hefur verið ein fremsta Post Rock-hljómsveit í heimi í seinni tíð. „Sundlaugin er með sitt sánd og þeir eru hrifnir af því,“ bætir Birgir við. „Þetta var rosa gaman, það fór alveg heil vika í þetta. Ég spilaði lítið af trommutöktum því í svona vinnu eru meira tekin upp stök trommuslög. Ég hef til dæmis spilað svona hundrað mismunandi slög á eina sneriltrommu, allt frá mjög sterku yfir í mjög veikt,“ segir Arnar Þór um verkefnið.Birgir Jón Birgisson er hér einbeittur á svip í stjórnklefanum í Sundlauginni.mynd/Mikael StenbergÍ upptökunum notaði Arnar Þór fjögur mismunandi trommusett, alls kyns málmgjallir og önnur slagverkshljóðfæri. Toontrack hefur farið um allan heim, í alls kyns hljóðver til þess að taka upp hljóð fyrir hljóðbankana sína og hefur fengið þekkta upptökustjóra og trommuleikara til að vinna fyrir sig. Hvað er EZdrummer?EZdrummer er trommuhljóðbanki sem menn geta notað í hljóðvinnslu og upptökum. Undir EZdrummer er fjöldi svokallaðra undirhljóðbanka, en nöfn þeirra vitna í þann stíl sem einkennir hvern banka fyrir sig. Birgir Jón og Arnar Þór unnu að hljóðbanka sem heitir Post-Rock EZX, þar er að finna hljóð sem einkenna Post Rock-tónlistarstefnuna. EZdrummer er einn vinsælasti hljóðbanki í heimi, með tugi þúsunda notenda og er hann seldur í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp