Eru þrjú ár í næsta Íslandsmeistaratitil hjá FH-ingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 09:30 Jón Rúnar Halldórsson býður Gunnar Nielsen velkominn í FH. Vísir/Stefán Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29
Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51
Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15
Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00