Ber takta á borð stórstjarna Guðrún Ansnes skrifar 26. október 2015 09:00 Orri Gunnlaugsson hefur verið mikill tónlistarmaður allt frá blautu barnsbeini og er meðal annars með fjögur stigspróf í barítón. Vísir/AntonBrink „Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér. Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
„Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér.
Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00