„Mér líður vel í öllum aðstæðum núna, bíllinn virkar vel sama hvernig aðstæðurnar eru. Ég hef ekki hugmynd hvernig keppnin verður en mér er eiginlega alveg sama hvernig aðstæður verða,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna.
„Það var mjög gaman hjá okkur öllum. Það er gott fyrir liðið að ná fyrsta og öðru sæti. Ég var spenntur að fara af stað í þriðju lotu,“ sagði Hamilton.
„Fyrsta lotan var góð, við vorum í mjög góðum málum. Við áttum erfiðara með að fóta okkur í annarri lotu. Við erum í góðri stöðu í þriðja sæti þó. Við verðum bara að reyna að nýta okkur það. Ég veit ekki hvernig veðrið verður en vonandi verður gaman á eftir,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir þriðji á eftir.
„Það var orðið hættulegt í annarri lotu, of hættulegt. Ég var næstum búinn að snúa bílnum oft undir lokin. Ég vona að þeir fari meira varlega í keppninni, annars er hætta á alvarlegum slysum,“ sagði Felipe Massa sem ræsir níundu á Williams bílnum.
Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.