Hoppaði af kæti þegar ég frétti að við yrðum með Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2015 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir á einu stórmóta sinna. Mynd/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir kampakát í samtali við Fréttablaðið, en íslenska sunddrottningin og Ólympíufarinn var valin, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Einvíginu í lauginni í byrjun desember. „Ég frétti af þessu fyrir svona mánuði en nafnalistinn var ekki gefinn út fyrr en núna. Þarna verður fullt af stjörnum. Ég hoppaði alveg af kæti þegar ég frétti að við yrðum með og ætlaði varla að trúa þessu. Þetta er alveg frekar stórt mót,“ segir Eygló. Einvígið í lauginni (e. Duel in the Pool) er keppni sem fram fer annað hvert ár og er eins konar Ryder-bikar í sundinu þar sem bestu sundmenn Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Fyrst var keppt árið 2003 en í fyrstu þrjú skiptin mættust Bandaríkin og Ástralía.Skærustu stjörnur heims Bandaríkin og Evrópa hafa mæst þrisvar sinnum og Bandaríkin haft betur í öll skiptin. Fyrir tveimur árum í Skotlandi þurfti þó bráðabana til að skilja á milli liðanna en þar kom bandaríska sveitin í 4x50 metra fjórsundi á undan í mark á nýju heimsmeti. Það er ekki ofsögum sagt að Eygló og Hrafnhildur verða þarna í stjörnufans. Það má alveg leiða að því líkur að stöllurnar hafi kiknað aðeins í hnjánum þegar þær sáu listann yfir skipan liðanna. Bara til að gefa lesendum smá hugmynd um hversu stórt þetta er þá eru með Hrafnhildi og Eygló í liði ungverska járnfrúin Katinka Hosszú sem er ósnertanleg í fjórsundi, Ranomi Kromowidjojo, hollenskur Ólympíumeistari í 50 og 100 metra skriðsundi, og Dániel Guyrta, Ungverji sem er heimsmethafi í 200 metra bringusundi. Í bandaríska liðinu eru bæði Missy Franklin og Ryan Lochte. Það á í raun ekkert að þurfa að segja meira. Segjum samt aðeins meira. Franklin er aðeins tvítug en er samt fjórfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur gullverðlaunahafi á HM. Lochte hefur lengi verið næstbesti sundmaður Bandaríkjanna á eftir Michael Phelps og á að baki fimm Ólympíugull og 39 gull á HM.Æfingar á landi að skila sér „Þarna verður einfaldlega samansafn af besta sundfólki heims og því öllu skellt saman í eitt mót. Við Hrafnhildur verðum örugglega í sjokki að vera í kringum þessar stjörnur en það verður bara gaman,“ segir Eygló. Hún keppir um næstu helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og svo á EM í 25 metra laug áður en kemur að veislunni í Indianapolis í Bandaríkjunum. „Við erum bara að æfa fyrir EM núna á fullu. Næsta ár er svo Ólympíuár þannig að allir eru að einbeita sér að því. Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Eygló. Þessi gríðarlega efnilega sundkona rakaði saman verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug fyrr á árinu og komst svo í úrslit á HM í Rússlandi í sumar líkt og Hrafnhildur sem gerði það tvívegis. Hverju þakkar hún þennan árangur? „Ég hef ekki breytt miklu í sundinu sjálfu en ég geri meira af brakkaþreki og æfingum á landi ef þannig má að orði komast. Ég er í mun meiri þrekæfingum og lyftingum og það hefur komið sterkt inn,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Sund Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir kampakát í samtali við Fréttablaðið, en íslenska sunddrottningin og Ólympíufarinn var valin, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Einvíginu í lauginni í byrjun desember. „Ég frétti af þessu fyrir svona mánuði en nafnalistinn var ekki gefinn út fyrr en núna. Þarna verður fullt af stjörnum. Ég hoppaði alveg af kæti þegar ég frétti að við yrðum með og ætlaði varla að trúa þessu. Þetta er alveg frekar stórt mót,“ segir Eygló. Einvígið í lauginni (e. Duel in the Pool) er keppni sem fram fer annað hvert ár og er eins konar Ryder-bikar í sundinu þar sem bestu sundmenn Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Fyrst var keppt árið 2003 en í fyrstu þrjú skiptin mættust Bandaríkin og Ástralía.Skærustu stjörnur heims Bandaríkin og Evrópa hafa mæst þrisvar sinnum og Bandaríkin haft betur í öll skiptin. Fyrir tveimur árum í Skotlandi þurfti þó bráðabana til að skilja á milli liðanna en þar kom bandaríska sveitin í 4x50 metra fjórsundi á undan í mark á nýju heimsmeti. Það er ekki ofsögum sagt að Eygló og Hrafnhildur verða þarna í stjörnufans. Það má alveg leiða að því líkur að stöllurnar hafi kiknað aðeins í hnjánum þegar þær sáu listann yfir skipan liðanna. Bara til að gefa lesendum smá hugmynd um hversu stórt þetta er þá eru með Hrafnhildi og Eygló í liði ungverska járnfrúin Katinka Hosszú sem er ósnertanleg í fjórsundi, Ranomi Kromowidjojo, hollenskur Ólympíumeistari í 50 og 100 metra skriðsundi, og Dániel Guyrta, Ungverji sem er heimsmethafi í 200 metra bringusundi. Í bandaríska liðinu eru bæði Missy Franklin og Ryan Lochte. Það á í raun ekkert að þurfa að segja meira. Segjum samt aðeins meira. Franklin er aðeins tvítug en er samt fjórfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur gullverðlaunahafi á HM. Lochte hefur lengi verið næstbesti sundmaður Bandaríkjanna á eftir Michael Phelps og á að baki fimm Ólympíugull og 39 gull á HM.Æfingar á landi að skila sér „Þarna verður einfaldlega samansafn af besta sundfólki heims og því öllu skellt saman í eitt mót. Við Hrafnhildur verðum örugglega í sjokki að vera í kringum þessar stjörnur en það verður bara gaman,“ segir Eygló. Hún keppir um næstu helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og svo á EM í 25 metra laug áður en kemur að veislunni í Indianapolis í Bandaríkjunum. „Við erum bara að æfa fyrir EM núna á fullu. Næsta ár er svo Ólympíuár þannig að allir eru að einbeita sér að því. Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Eygló. Þessi gríðarlega efnilega sundkona rakaði saman verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug fyrr á árinu og komst svo í úrslit á HM í Rússlandi í sumar líkt og Hrafnhildur sem gerði það tvívegis. Hverju þakkar hún þennan árangur? „Ég hef ekki breytt miklu í sundinu sjálfu en ég geri meira af brakkaþreki og æfingum á landi ef þannig má að orði komast. Ég er í mun meiri þrekæfingum og lyftingum og það hefur komið sterkt inn,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Sund Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira