Á leið til S-Afríku og uppselt í Bretlandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir. Vísir/Getty Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en sveitin er á tónleikaferð um heiminn, til að fylgja plötunni Beneath the Skin eftir. Sveitin er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og kemur fram á tónleikum í Köln í Þýskalandi í kvöld. Hún heldur svo af stað til Bretlands þar sem hún kemur fram á tíu tónleikum á Bretlandseyjum en uppselt er á þá alla. Undanfarnar vikur hefur hljómsveitin Mammút verið með sveitinni á tónleikaferðalaginu en Mammút er á leið á heim eftir tónleikana í kvöld. Of Monsters and Men er enn að bóka tónleika í tónleikaferðina sína sem nær í það minnsta fram í júní. Á næsta ári er sveitin meðal annars á leið til Suður-Afríku og það í fyrsta sinn. Hún kemur fram í Höfðaborg þann 30. mars og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður en sveitin heldur til Suður-Afríku kemur hún meðal annars fram víðsvegar í Suður-Ameríku. Fyrir skömmu lauk sveitin við tónleikaferð sína um Bandaríkin en lokahnykkurinn var spilamennska í spjallþætti Ellenar DeGeneres. Þá kemur tónlist sveitarinnar enn og aftur við sögu í sjónvarpi því hún á lag í nýrri stiklu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Marvel's Jessica Jones fyrir Netflix. Lagið Thousand Eyes hljómar í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt lög í kvikmyndum á borð við The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire. Það er nóg að gera hjá sveitinni þessa dagana en 19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men fram að jólum og eru 12 tónleikar nú þegar bókaðir eftir áramót fram að Secret Solstice.Hér má sjá sveitina taka lagið í spjallþætti Ellenar DeGeneres: Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en sveitin er á tónleikaferð um heiminn, til að fylgja plötunni Beneath the Skin eftir. Sveitin er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og kemur fram á tónleikum í Köln í Þýskalandi í kvöld. Hún heldur svo af stað til Bretlands þar sem hún kemur fram á tíu tónleikum á Bretlandseyjum en uppselt er á þá alla. Undanfarnar vikur hefur hljómsveitin Mammút verið með sveitinni á tónleikaferðalaginu en Mammút er á leið á heim eftir tónleikana í kvöld. Of Monsters and Men er enn að bóka tónleika í tónleikaferðina sína sem nær í það minnsta fram í júní. Á næsta ári er sveitin meðal annars á leið til Suður-Afríku og það í fyrsta sinn. Hún kemur fram í Höfðaborg þann 30. mars og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður en sveitin heldur til Suður-Afríku kemur hún meðal annars fram víðsvegar í Suður-Ameríku. Fyrir skömmu lauk sveitin við tónleikaferð sína um Bandaríkin en lokahnykkurinn var spilamennska í spjallþætti Ellenar DeGeneres. Þá kemur tónlist sveitarinnar enn og aftur við sögu í sjónvarpi því hún á lag í nýrri stiklu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Marvel's Jessica Jones fyrir Netflix. Lagið Thousand Eyes hljómar í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt lög í kvikmyndum á borð við The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire. Það er nóg að gera hjá sveitinni þessa dagana en 19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men fram að jólum og eru 12 tónleikar nú þegar bókaðir eftir áramót fram að Secret Solstice.Hér má sjá sveitina taka lagið í spjallþætti Ellenar DeGeneres:
Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira