ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2015 17:14 Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV. Vísir/Pjetur ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15