Endurskoða verður lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun