Á mála hjá sama fyrirtæki og Elvis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2015 08:00 Biggi Hilmars hefur samið við Imagem og getur nú einbeitt sér betur að tónlistinni, að eigin sögn. Vísir/GVA Þetta er góður samningur. Ég er alveg í skýjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars. Hann var að ljúka við að skrifa undir samning við breska tónlistarforleggjarann Imagem. Fyrirtækið er gríðarstórt og sérhæfir sig í svokallaðri óháðri tónlist. Meðal listamanna og hljómsveita sem eru á mála hjá Imagem eru Daft Punk, Boombay Bicycle Club, Pink Floyd, Stravinsky, Steve Reich og Elvis Presley, svo eitthvað sé nefnt. „Samningurinn veitir mér frelsi til þess að einbeita mér betur að sköpuninni,“ segir Biggi. Imagem mun dreifa tónlist hans og koma henni á framfæri í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann hefur verið iðinn við kolann á því sviði og lauk nýverið vinnslu við tónlist á kvikmyndinni Beeba Boys, sem er stærsta alþjóðlega myndin sem Biggi hefur samið tónlist fyrir.Hefur alltaf verið skipulagður Biggi, sem áður var í sveitinni Ampop, flutti heim til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Áður hafði fjölskyldan búið í London, þar sem hann starfaði. „Ég hef alltaf reynt að vera skipulagður og búið til plötur úr þeim listrænu verkefnum sem ég vinn að hverju sinni og gefið þær út eftir fremsta megni. Þannig hef í gegnum árin safnað miklu efni, sem er nú orðið mikils virði og í raun ástæðan fyrir þessu samstarfi,“ útskýrir hann. Hann segir að ekki sé um eiginlegan útgáfusamning að ræða. „Nei, þeir halda í raun bara utan um öll mín mál og kynna mig um allan heim og skapa fyrir mig verkefni. Þetta er svolítið eins og ég sé kominn með gott, stórt, heimili. Ég þarf ekki lengur að djöflast í öllu sjálfur og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót, eins og gengur og gerist í þessum harða bransa. En samningurinn er líka frábær að því leyti að hann er ekkert hamlandi. Ég get unnið með þeim sem ég vil vinna með. Þeir munu svo nýta sér sínar boðleiðir til að koma mér á framfæri og munu svo veita mér ráðgjöf og fara yfir mín mál með mér á fundum, en ég fer til Lundúna og hitti þá reglulega,“ útskýrir Biggi.Allt svolítið kvikmyndalegt Þegar Biggi er beðinn um að lýsa eigin tónlist vefst honum svolítið tunga um tönn. „Þetta er melódísk og minimalísk músík, með poppáhrifum, eða ég veit það ekki. Það er alltaf erfiðast að lýsa þessu sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann segist reyna að halda áfram út frá því sem hann og félagar hans í Ampop gerðu á sínum tíma. „Þar vorum við að blanda saman ólíkum hljóðheimum. Og ég hef tekið það í aðrar víddir, ef svo má segja. Ég hef mikið samið fyrir kvikmyndir og er því með nokkuð klassíska þekkingu á tónlist, ef svo má segja. Og ég blanda því saman við hefðbundnar „pop“ útsetningar, það er svolítið mín rödd. En allt sem ég geri er svolítið kvikmyndalegt,“ útskýrir hann.Vill rækta heimahagann Biggi segir einn helsta kostinn við samninginn vera að hann getur valið sér samstarfsfólk. Hann vill vinna með fólki hér á landi. „Ég er til dæmis að skoða samstarf með íslenskum kvikmyndaframleiðendum sem stendur. Mig langar líka að gefa út plötu á næsta ári og er búinn að semja nokkur ný lög sem ég stefni á að taka upp og gefa út á næstunni.“ Biggi kann vel við sig hér á landi, eftir langa fjarveru. „Við fjölskyldan erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Ég hef afdrep uppi í Kjós þar sem ég skapa og ver tíma með fjölskyldunni. Það er ákaflega indælt. Maður lærir að meta að vera hér í örygginu og friðsældinni, þegar maður sér hvernig ástandið er í heiminum í dag. Eina sem maður á erfitt með að venjast eru þessar sífelldu breytingar á veðrinu, en þær gera mann að þeim sem maður er og hafa eflaust áhrif á tónlistina mína líka,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Þetta er góður samningur. Ég er alveg í skýjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars. Hann var að ljúka við að skrifa undir samning við breska tónlistarforleggjarann Imagem. Fyrirtækið er gríðarstórt og sérhæfir sig í svokallaðri óháðri tónlist. Meðal listamanna og hljómsveita sem eru á mála hjá Imagem eru Daft Punk, Boombay Bicycle Club, Pink Floyd, Stravinsky, Steve Reich og Elvis Presley, svo eitthvað sé nefnt. „Samningurinn veitir mér frelsi til þess að einbeita mér betur að sköpuninni,“ segir Biggi. Imagem mun dreifa tónlist hans og koma henni á framfæri í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann hefur verið iðinn við kolann á því sviði og lauk nýverið vinnslu við tónlist á kvikmyndinni Beeba Boys, sem er stærsta alþjóðlega myndin sem Biggi hefur samið tónlist fyrir.Hefur alltaf verið skipulagður Biggi, sem áður var í sveitinni Ampop, flutti heim til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Áður hafði fjölskyldan búið í London, þar sem hann starfaði. „Ég hef alltaf reynt að vera skipulagður og búið til plötur úr þeim listrænu verkefnum sem ég vinn að hverju sinni og gefið þær út eftir fremsta megni. Þannig hef í gegnum árin safnað miklu efni, sem er nú orðið mikils virði og í raun ástæðan fyrir þessu samstarfi,“ útskýrir hann. Hann segir að ekki sé um eiginlegan útgáfusamning að ræða. „Nei, þeir halda í raun bara utan um öll mín mál og kynna mig um allan heim og skapa fyrir mig verkefni. Þetta er svolítið eins og ég sé kominn með gott, stórt, heimili. Ég þarf ekki lengur að djöflast í öllu sjálfur og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót, eins og gengur og gerist í þessum harða bransa. En samningurinn er líka frábær að því leyti að hann er ekkert hamlandi. Ég get unnið með þeim sem ég vil vinna með. Þeir munu svo nýta sér sínar boðleiðir til að koma mér á framfæri og munu svo veita mér ráðgjöf og fara yfir mín mál með mér á fundum, en ég fer til Lundúna og hitti þá reglulega,“ útskýrir Biggi.Allt svolítið kvikmyndalegt Þegar Biggi er beðinn um að lýsa eigin tónlist vefst honum svolítið tunga um tönn. „Þetta er melódísk og minimalísk músík, með poppáhrifum, eða ég veit það ekki. Það er alltaf erfiðast að lýsa þessu sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann segist reyna að halda áfram út frá því sem hann og félagar hans í Ampop gerðu á sínum tíma. „Þar vorum við að blanda saman ólíkum hljóðheimum. Og ég hef tekið það í aðrar víddir, ef svo má segja. Ég hef mikið samið fyrir kvikmyndir og er því með nokkuð klassíska þekkingu á tónlist, ef svo má segja. Og ég blanda því saman við hefðbundnar „pop“ útsetningar, það er svolítið mín rödd. En allt sem ég geri er svolítið kvikmyndalegt,“ útskýrir hann.Vill rækta heimahagann Biggi segir einn helsta kostinn við samninginn vera að hann getur valið sér samstarfsfólk. Hann vill vinna með fólki hér á landi. „Ég er til dæmis að skoða samstarf með íslenskum kvikmyndaframleiðendum sem stendur. Mig langar líka að gefa út plötu á næsta ári og er búinn að semja nokkur ný lög sem ég stefni á að taka upp og gefa út á næstunni.“ Biggi kann vel við sig hér á landi, eftir langa fjarveru. „Við fjölskyldan erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Ég hef afdrep uppi í Kjós þar sem ég skapa og ver tíma með fjölskyldunni. Það er ákaflega indælt. Maður lærir að meta að vera hér í örygginu og friðsældinni, þegar maður sér hvernig ástandið er í heiminum í dag. Eina sem maður á erfitt með að venjast eru þessar sífelldu breytingar á veðrinu, en þær gera mann að þeim sem maður er og hafa eflaust áhrif á tónlistina mína líka,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira