Manchester United tapaði í Þýskalandi og fer í Evrópudeildina | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 21:30 Chris Smalling gat ekki leynt vonbrigðum sínum, Vísir/AFP Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira