Maður gerir kröfur til þess að lykilleikmenn ÍR séu í betra standi Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 13:30 Bjarni, spilandi þjálfari ÍR, í leik með liðinu í vor. Vísir/Andri Marinó Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“ Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49