Hófst allt með draumi um Drekkingarhyl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2015 08:00 Sólrún, Brynhildur, Bubbi, Margrét og Ingibjörg leika saman á plötunni 18 konur. Mynd/Spessi „Þetta byrjaði allt með draumi en áður en mig dreymdi þá var ég búinn að ganga með þetta í maganum í ævilangan tíma,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þegar hann er spurður út í plötuna 18 konur sem kemur út í dag. Á plötunni spila þær Margrét Arnardóttir, Ingibjörg Elsu Turchi, Brynhildur Oddsdóttir og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir með tónlistarmanninum en hann hafði lengi langað til þess að gera plötu einungis með konum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrst ’82 eða eitthvað svoleiðis, þá fór ég að hugsa að það væri gaman að gera plötu bara með konum,“ segir Bubbi og bætir við að svo líði tíminn. Það voru ákveðnar draumfarir sem hrintu honum út í verkefnið en hann segir drauminn hafa verið sláandi skýran. „Mig dreymdi að ég væri á Þingvöllum að veiða en ég var staddur á mjög skrýtnum stað. Ég var að veiða í Drekkingarhyl um hásumar að kvöldi til. Mér fannst þetta mjög skrýtið í draumnum, hvað ég væri eiginlega að gera þarna,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Svo gerist það að þar sem ég er að kasta flugunni í hylinn þá byrjar hann að bólgna og upp koma pokar. Í pokunum eru andlit kvennanna sem hafði verið drekkt. Þetta var svo sláandi skýr draumur og ég sagði vinkonu minni frá þessu og hún sagði mér að þetta væri skýrt merki um að ég ætti að semja um konurnar sem var drekkt í Drekkingarhyl, það er upphafið að þessu verkefni.“ Í kjölfarið samdi Bubbi lagið 18 konur, sem ber sama heiti og platan sjálf en það er dregið af því að 18 konum var drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Konum var þar drekkt fyrir skírlífisbrot og var síðustu konunni drekkt í hylnum árið 1749. „Þegar ég er búin að semja þetta lag þá fer ég að hugsa að tími sé kominn til að gera plötu með bara kvenkyns undirleikurum og platan fjallar meira og minna um konur,“ segir hann og eftir að hafa haft samband við þær Brynhildi, Margréti, Ingibjörgu og Sólrúnu og spurt þær hvort þær vildu vinna með sér fór boltinn að rúlla og úr varð platan sem kemur út í dag og verður hægt að nálgast á vefnum Tonlist.is. Bubbi er ánægður með verkefnið og það ekki einungis vegna þess að honum þykir platan og efni hennar vel heppnað. „Ég er líka rosalega glaður í hjarta mínu af því að dóttir mín, sem er sex ára, sá myndina af okkur og hún horfir á hana og kemur til mín og segir: Vá pabbi, þetta eru allt konur. Þá fékk ég líka þessa tilfinningu að þetta væri hvetjandi fyrir ungar stelpur. Að þetta væri einhvers konar fyrirmynd fyrir þær að sjá þetta.“ Hljómsveitin ber nafnið Spaðadrottningarnar og leggur hún land undir fót á komandi ári. „Við förum til Færeyja að spila á festivali eftir áramót. Nú er ég í tveimur hljómsveitum, Dimmu og Spaðadrottningunum. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ segir Bubbi og skellir upp úr. „Mér finnst þetta pínulítið vera draumur sem er að rætast.“ Bubbi segir orkuna hafa verið bæði kraftmikla og jákvæða þegar platan var tekin upp og segir að sér finnist hann hafa þurft að sanna sig fyrir Spaðadrottningunum. „Ég held að ég hafi alveg þurft að sanna mig fyrir þeim en ekki öfugt. Mér fannst sú tilfinning góð og eitthvað rétt við hana,“ segir hann og heldur áfram: „Ég varð að sanna fyrir þeim að það sem við værum að gera væri rétt og þær þyrftu ekki að efast um mig.“ Hann leggur einnig áherslu á að Spaðadrottningarnar standi fyrst og fremst sem frábærir hljóðfæraleikarar og þess vegna hafi hann valið þær til verksins. „Þetta eru frábærir hljóðfæraleikarar og þær standa sem slíkar. Ég hefði aldrei gert þessa plötu nema vera með alveg frábæra hljóðfæraleikara, það er algjörlega á hreinu.“Draumurinn vatt upp á sig „Ég var eiginlega bara fengin til að leika í einu lagi til að byrja með. Svo gekk þetta svo ótrúlega vel og passaði svo vel við efnið að það var bætt við nýju og nýju lagi og á endanum var ég að spila í öllum lögunum og komin í bandið. Þetta vatt bara svona upp á sig,“ segir harmonikkuleikarinn Margrét glöð í bragði.Hún segir upptökurnar hafa gengið stórvel og ber Bubba vel söguna. „Það var svo ótrúlega gott að vinna með honum. Hann er náttúrulega búinn að vera að þessu svo lengi og búinn að vinna með alls konar fólki og fattar að hver og einn kemur með eitthvað í verkefnið.“ Platan var tekin upp á átta dögum og er Margrét stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu en hún hefur lengi fylgst með Bubba. „Tónlistin hans er búin að fylgja mér frá því ég var lítil. Þetta var alveg smá draumur, ég hefði alveg verið himinlifandi ef þetta hefði bara verið eitt lag, þetta var eitthvað svona sem mann hafði alltaf langað að prófa. Draumurinn bara sprengdi alveg utan af sér,“ segir hún og hlær. Menning Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira
„Þetta byrjaði allt með draumi en áður en mig dreymdi þá var ég búinn að ganga með þetta í maganum í ævilangan tíma,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þegar hann er spurður út í plötuna 18 konur sem kemur út í dag. Á plötunni spila þær Margrét Arnardóttir, Ingibjörg Elsu Turchi, Brynhildur Oddsdóttir og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir með tónlistarmanninum en hann hafði lengi langað til þess að gera plötu einungis með konum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrst ’82 eða eitthvað svoleiðis, þá fór ég að hugsa að það væri gaman að gera plötu bara með konum,“ segir Bubbi og bætir við að svo líði tíminn. Það voru ákveðnar draumfarir sem hrintu honum út í verkefnið en hann segir drauminn hafa verið sláandi skýran. „Mig dreymdi að ég væri á Þingvöllum að veiða en ég var staddur á mjög skrýtnum stað. Ég var að veiða í Drekkingarhyl um hásumar að kvöldi til. Mér fannst þetta mjög skrýtið í draumnum, hvað ég væri eiginlega að gera þarna,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Svo gerist það að þar sem ég er að kasta flugunni í hylinn þá byrjar hann að bólgna og upp koma pokar. Í pokunum eru andlit kvennanna sem hafði verið drekkt. Þetta var svo sláandi skýr draumur og ég sagði vinkonu minni frá þessu og hún sagði mér að þetta væri skýrt merki um að ég ætti að semja um konurnar sem var drekkt í Drekkingarhyl, það er upphafið að þessu verkefni.“ Í kjölfarið samdi Bubbi lagið 18 konur, sem ber sama heiti og platan sjálf en það er dregið af því að 18 konum var drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Konum var þar drekkt fyrir skírlífisbrot og var síðustu konunni drekkt í hylnum árið 1749. „Þegar ég er búin að semja þetta lag þá fer ég að hugsa að tími sé kominn til að gera plötu með bara kvenkyns undirleikurum og platan fjallar meira og minna um konur,“ segir hann og eftir að hafa haft samband við þær Brynhildi, Margréti, Ingibjörgu og Sólrúnu og spurt þær hvort þær vildu vinna með sér fór boltinn að rúlla og úr varð platan sem kemur út í dag og verður hægt að nálgast á vefnum Tonlist.is. Bubbi er ánægður með verkefnið og það ekki einungis vegna þess að honum þykir platan og efni hennar vel heppnað. „Ég er líka rosalega glaður í hjarta mínu af því að dóttir mín, sem er sex ára, sá myndina af okkur og hún horfir á hana og kemur til mín og segir: Vá pabbi, þetta eru allt konur. Þá fékk ég líka þessa tilfinningu að þetta væri hvetjandi fyrir ungar stelpur. Að þetta væri einhvers konar fyrirmynd fyrir þær að sjá þetta.“ Hljómsveitin ber nafnið Spaðadrottningarnar og leggur hún land undir fót á komandi ári. „Við förum til Færeyja að spila á festivali eftir áramót. Nú er ég í tveimur hljómsveitum, Dimmu og Spaðadrottningunum. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ segir Bubbi og skellir upp úr. „Mér finnst þetta pínulítið vera draumur sem er að rætast.“ Bubbi segir orkuna hafa verið bæði kraftmikla og jákvæða þegar platan var tekin upp og segir að sér finnist hann hafa þurft að sanna sig fyrir Spaðadrottningunum. „Ég held að ég hafi alveg þurft að sanna mig fyrir þeim en ekki öfugt. Mér fannst sú tilfinning góð og eitthvað rétt við hana,“ segir hann og heldur áfram: „Ég varð að sanna fyrir þeim að það sem við værum að gera væri rétt og þær þyrftu ekki að efast um mig.“ Hann leggur einnig áherslu á að Spaðadrottningarnar standi fyrst og fremst sem frábærir hljóðfæraleikarar og þess vegna hafi hann valið þær til verksins. „Þetta eru frábærir hljóðfæraleikarar og þær standa sem slíkar. Ég hefði aldrei gert þessa plötu nema vera með alveg frábæra hljóðfæraleikara, það er algjörlega á hreinu.“Draumurinn vatt upp á sig „Ég var eiginlega bara fengin til að leika í einu lagi til að byrja með. Svo gekk þetta svo ótrúlega vel og passaði svo vel við efnið að það var bætt við nýju og nýju lagi og á endanum var ég að spila í öllum lögunum og komin í bandið. Þetta vatt bara svona upp á sig,“ segir harmonikkuleikarinn Margrét glöð í bragði.Hún segir upptökurnar hafa gengið stórvel og ber Bubba vel söguna. „Það var svo ótrúlega gott að vinna með honum. Hann er náttúrulega búinn að vera að þessu svo lengi og búinn að vinna með alls konar fólki og fattar að hver og einn kemur með eitthvað í verkefnið.“ Platan var tekin upp á átta dögum og er Margrét stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu en hún hefur lengi fylgst með Bubba. „Tónlistin hans er búin að fylgja mér frá því ég var lítil. Þetta var alveg smá draumur, ég hefði alveg verið himinlifandi ef þetta hefði bara verið eitt lag, þetta var eitthvað svona sem mann hafði alltaf langað að prófa. Draumurinn bara sprengdi alveg utan af sér,“ segir hún og hlær.
Menning Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira