Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Ritstjórn skrifar 18. desember 2015 10:00 Andrea Maacker tekur yfir Instagram Glamour í dag. myndir/Anna Maggý Myndlistarkonan og nú ilmvatnsframleiðandinn Andrea Maack segist hafa endað í ilmvatnsgerð á óvenjulegan hátt. Á einni nóttu var hún komin inn í margar af stærstu verslunum heims og á síður virtustu tískublaðanna. Andrea er í viðtali í jólablaði Glamour en hún frumsýnir nýja ilmvatnslínu í dag í Madison Ilmhús. Að því tilefni tekur Andrea yfir Instagramið okkar og leyfir fylgjendum okkar að fá smá innsýn inn í sinn heim. Fylgist með henni og okkur hér. Hér er smá bort úr viðtalinu við Andreu í nýjasta Glamour. „Þetta ferli getur orðið ruglandi, ég verð næstum því heltekin og því er oft hlegið að mér. Ég hef unnið um tvö hundruð lyktir, er alltaf með eitthvað nýtt á mér og ferðast með mismunandi ilmvötn með mér út um allt. Svipað og fatahönnuðir eru til dæmis með efni er ég alltaf að prófa ilm úti um allt og á fólki sem ég hitti á förnum vegi. Ég verð alltaf að hafa einhverja nýja lykt á mér, þróunarvinnan hættir aldrei,“ segir hún. Andrea endaði í ilmvatnsgerð á sértakan hátt, en fyrir fimm árum setti hún upp sýninguna Eau De Parfum þar sem hún breytti Spark Design Space í lúxus ilmvatnsverslun sem var opin í sex vikur. Áður hafði hún sett upp þrjár ilmsýningar þar sem ilmvötnin sjálf voru verkið, og voru ekki til sölu nema sem listaverk. „Erlenda pressan skildi þetta þannig að þetta væri Andreu Maack ilmvatnsverslunin, á besta stað í Reykjavík. Eftir það fóru hlutirnir hratt af stað. Wallpaper skrifaði fyrst um sýninguna og í kjölfarið vorum við komin inn í blöð eins og sænska Elle og franska Vogue. Viðtalið má lesa í heild sinni í Glamour - tryggðu þér áskrift hér. Glamour Fegurð Mest lesið Þetta er aðalflík haustsins Glamour Mannlífið í Mílanó Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Celine Dion er drottning tískuvikunnar í ár Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour
Myndlistarkonan og nú ilmvatnsframleiðandinn Andrea Maack segist hafa endað í ilmvatnsgerð á óvenjulegan hátt. Á einni nóttu var hún komin inn í margar af stærstu verslunum heims og á síður virtustu tískublaðanna. Andrea er í viðtali í jólablaði Glamour en hún frumsýnir nýja ilmvatnslínu í dag í Madison Ilmhús. Að því tilefni tekur Andrea yfir Instagramið okkar og leyfir fylgjendum okkar að fá smá innsýn inn í sinn heim. Fylgist með henni og okkur hér. Hér er smá bort úr viðtalinu við Andreu í nýjasta Glamour. „Þetta ferli getur orðið ruglandi, ég verð næstum því heltekin og því er oft hlegið að mér. Ég hef unnið um tvö hundruð lyktir, er alltaf með eitthvað nýtt á mér og ferðast með mismunandi ilmvötn með mér út um allt. Svipað og fatahönnuðir eru til dæmis með efni er ég alltaf að prófa ilm úti um allt og á fólki sem ég hitti á förnum vegi. Ég verð alltaf að hafa einhverja nýja lykt á mér, þróunarvinnan hættir aldrei,“ segir hún. Andrea endaði í ilmvatnsgerð á sértakan hátt, en fyrir fimm árum setti hún upp sýninguna Eau De Parfum þar sem hún breytti Spark Design Space í lúxus ilmvatnsverslun sem var opin í sex vikur. Áður hafði hún sett upp þrjár ilmsýningar þar sem ilmvötnin sjálf voru verkið, og voru ekki til sölu nema sem listaverk. „Erlenda pressan skildi þetta þannig að þetta væri Andreu Maack ilmvatnsverslunin, á besta stað í Reykjavík. Eftir það fóru hlutirnir hratt af stað. Wallpaper skrifaði fyrst um sýninguna og í kjölfarið vorum við komin inn í blöð eins og sænska Elle og franska Vogue. Viðtalið má lesa í heild sinni í Glamour - tryggðu þér áskrift hér.
Glamour Fegurð Mest lesið Þetta er aðalflík haustsins Glamour Mannlífið í Mílanó Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Celine Dion er drottning tískuvikunnar í ár Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour