Kristinn og Kayla gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 17:10 Kristinn Jónsson og Kayla Grimsley. Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira