Segja háskólamenntun ekki alltaf borga sig í Bandaríkjunum Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 10:57 Samkvæmt skýrslu Goldman Sachs, borgar sig að mennta sig í bestu háskólum Bandaríkjanna, eins og Harvard. Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira