Varð bara ástfangin af útsýninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 14:00 Michelle Bird fyrir framan tvær myndir sem hún hefur gert af fólki í Borgarnesi. Mynd/Samuele Rosso Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk. Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk.
Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira