Varð bara ástfangin af útsýninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 14:00 Michelle Bird fyrir framan tvær myndir sem hún hefur gert af fólki í Borgarnesi. Mynd/Samuele Rosso Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira