Flytja tónleikadagskrá sem var frestað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 14:30 Á ýmsu gekk við undirbúning og áformaðan flutning dagskrárinnar en nú getur ekkert klikkað hjá Evu Þyri, Hlín og Pamelu. Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona, Pamela de Sensi þverflautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari eru með dagskrá í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15 sem er að meginhluta helguð franskri tónlist. Tónleikarnir áttu að fara fram 30. nóvember en var frestað vegna veðurs eins og flestum viðburðum þann dag. Það kom þeim stöllum ekki á óvart, miðað við hvernig æfingaferlið gekk. Hlín rekur það: „Við fórum tímanlega af stað, enda um vandaða dagskrá að ræða en píanistinn sem við unnum með þá varð veikur svo við frestuðum æfingum tvisvar. Svo varð ég veik. Byrjuðum þó loks að æfa og gekk svona ljómandi vel. Einn daginn dettur píanistinn og tognar á úlnlið. Þá kom Eva Þyri inn og við byrjum að æfa. Þær Pamela taka upp á því að fara í námsferð til Ítalíu í fimm daga. Allt í lagi. Þær koma heim, við byrjum að æfa en Eva Þyri þarf þá endilega að skera sig í þumalputtann. Við Pamela æfum, svo með einhentum píanista, gengur ljómandi vel. Þá fer ég í tónleikaferð til Þýskalands. En það styttist í tónleika, við komnar í ham, þá er spáð stormi og óveðri. Við skiljum fyrr en skellur í tönnum. Auðvitað þarf að fresta. En það þarf varla að taka fram að við hlökkum mikið til morgundagsins!“ Hlín segir ævintýraheim Þúsund og einnar nætur koma við sögu á tónleikunum, einnig forna ástarsöngva frá Persíu og ástarljóð sem eru nær okkur í tíma. Pamela muni bæði leika á þverflautu af þeirri stærð sem við þekkjum best og líka á altflautu og pikkólóflautu. Bætir því við að flautan sé auk mannsraddarinnar eitt elsta hljóðfæri mannkyns. Tónleikarnir á morgun tilheyra að sjálfsögðu röðinni 15.15! Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona, Pamela de Sensi þverflautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari eru með dagskrá í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15 sem er að meginhluta helguð franskri tónlist. Tónleikarnir áttu að fara fram 30. nóvember en var frestað vegna veðurs eins og flestum viðburðum þann dag. Það kom þeim stöllum ekki á óvart, miðað við hvernig æfingaferlið gekk. Hlín rekur það: „Við fórum tímanlega af stað, enda um vandaða dagskrá að ræða en píanistinn sem við unnum með þá varð veikur svo við frestuðum æfingum tvisvar. Svo varð ég veik. Byrjuðum þó loks að æfa og gekk svona ljómandi vel. Einn daginn dettur píanistinn og tognar á úlnlið. Þá kom Eva Þyri inn og við byrjum að æfa. Þær Pamela taka upp á því að fara í námsferð til Ítalíu í fimm daga. Allt í lagi. Þær koma heim, við byrjum að æfa en Eva Þyri þarf þá endilega að skera sig í þumalputtann. Við Pamela æfum, svo með einhentum píanista, gengur ljómandi vel. Þá fer ég í tónleikaferð til Þýskalands. En það styttist í tónleika, við komnar í ham, þá er spáð stormi og óveðri. Við skiljum fyrr en skellur í tönnum. Auðvitað þarf að fresta. En það þarf varla að taka fram að við hlökkum mikið til morgundagsins!“ Hlín segir ævintýraheim Þúsund og einnar nætur koma við sögu á tónleikunum, einnig forna ástarsöngva frá Persíu og ástarljóð sem eru nær okkur í tíma. Pamela muni bæði leika á þverflautu af þeirri stærð sem við þekkjum best og líka á altflautu og pikkólóflautu. Bætir því við að flautan sé auk mannsraddarinnar eitt elsta hljóðfæri mannkyns. Tónleikarnir á morgun tilheyra að sjálfsögðu röðinni 15.15!
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira