Leikhúskaffi í Gerðubergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 13:30 Sviðið er eins og útvarpsleikhús og mikið lagt upp úr hljóðmyndinni í Ofsa. „Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira