Engar undanþágur, eða fyrirsjáanlegar undanþágur? Stjórnarmaðurinn skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira