Alvarlegir atburðir en líka spenna og húmor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 15:00 "Eldbarnið lýsir atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum,“ segir Pétur Eggerz sem hér er á æfingu ásamt Andreu Ösp og Öldu. Vísir/GVA „Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp