Talandi ljóðskáld í vetrarmyrkrinu Magnús Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2015 13:00 "Að mæla ljóðin af munni fram er mitt form og hefur í raun alltaf verið,“ segir kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski. Vísir/GVA Reykjavík er ein af bókmenntaborgum UNESCO og fagnar Vetrarhátíð með einstöku ljóðakvöldi í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar eiga skáldlegt stefnumót kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski, reykvísku skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr ásamt tónlistarkonunni dj flugvél og geimskip. Skáldin flétta saman skáldskap hvert annars ásamt því að flytja eigið efni á sinn einstaka hátt. Öll leggja skáldin áherslu á munnlegan flutning ljóðlistar en með ólíkum áherslum. Mary Pinkoski skilgreinir sig sem „spoken word poet“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef alltaf verið svona skáld. Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. Hef í raun alltaf verið mjög upptekin og hrifin af þessu formi að segja sögur og finnst það vera ákaflega mikilvægt. Þetta er færni og arfleifð sem er mikilvægt að viðhalda og endurnýja. Ég hef verið að fást við þetta í ellefu ár og það sem ég nýt hvað best er hvernig verkin koma aftur til mín frá fólkinu og umhverfinu sem ég er að flytja þetta inn í. Hið talaða ljóð er þannig ákaflega lifandi fyrirbæri.“ Mary Pinkoski er borgarskáld Edmonton og sem borgarskáld þá skrifar hún fyrir borgina og fjallar um ýmislegt sem henni tengist. En þvert á að finnast það vera hamlandi og takmarkandi þá er hún á því að það hafi frekar orðið til þess að opna fyrir ýmsa möguleika. „Ég óttaðist kannski aðeins að ég þyrfti að fara inn í einhvern ákveðinn kassa við þetta en þvert á móti þá hefur þetta ýtt mér út ef svo má segja. Rekið mig til þess að takast á við viðfangsefni sem ég hefði kannski ekki verið að horfa til annars og leita nýrra leiða til þess að forma mín verk.“ Dagskráin á fimmtudagskvöldið er innblásin af ljósinu í vetrarmyrkrinu og hefst kl. 20.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mary hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska skammdeginu og kuldanum enda ýmsu vön frá heimalandinu. Hún tekur þó fram að hún hafi áður haft smávægileg en ánægjuleg kynni af íslenskri ljóðlist. „Ég kynntist verkum Stephans G. þegar ég kom fram í Alberta á sínum tíma og mér finnst skemmtilegt að finna þessi tengsl. Annars er nú efst í huga mér sem stendur að ég ætla að njóta dvalarinnar á Íslandi fyrir tilstilli ljóða og listar og vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta mæta á fimmtudagskvöldið.“ Menning Vetrarhátíð Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Reykjavík er ein af bókmenntaborgum UNESCO og fagnar Vetrarhátíð með einstöku ljóðakvöldi í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar eiga skáldlegt stefnumót kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski, reykvísku skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr ásamt tónlistarkonunni dj flugvél og geimskip. Skáldin flétta saman skáldskap hvert annars ásamt því að flytja eigið efni á sinn einstaka hátt. Öll leggja skáldin áherslu á munnlegan flutning ljóðlistar en með ólíkum áherslum. Mary Pinkoski skilgreinir sig sem „spoken word poet“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef alltaf verið svona skáld. Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. Hef í raun alltaf verið mjög upptekin og hrifin af þessu formi að segja sögur og finnst það vera ákaflega mikilvægt. Þetta er færni og arfleifð sem er mikilvægt að viðhalda og endurnýja. Ég hef verið að fást við þetta í ellefu ár og það sem ég nýt hvað best er hvernig verkin koma aftur til mín frá fólkinu og umhverfinu sem ég er að flytja þetta inn í. Hið talaða ljóð er þannig ákaflega lifandi fyrirbæri.“ Mary Pinkoski er borgarskáld Edmonton og sem borgarskáld þá skrifar hún fyrir borgina og fjallar um ýmislegt sem henni tengist. En þvert á að finnast það vera hamlandi og takmarkandi þá er hún á því að það hafi frekar orðið til þess að opna fyrir ýmsa möguleika. „Ég óttaðist kannski aðeins að ég þyrfti að fara inn í einhvern ákveðinn kassa við þetta en þvert á móti þá hefur þetta ýtt mér út ef svo má segja. Rekið mig til þess að takast á við viðfangsefni sem ég hefði kannski ekki verið að horfa til annars og leita nýrra leiða til þess að forma mín verk.“ Dagskráin á fimmtudagskvöldið er innblásin af ljósinu í vetrarmyrkrinu og hefst kl. 20.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mary hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska skammdeginu og kuldanum enda ýmsu vön frá heimalandinu. Hún tekur þó fram að hún hafi áður haft smávægileg en ánægjuleg kynni af íslenskri ljóðlist. „Ég kynntist verkum Stephans G. þegar ég kom fram í Alberta á sínum tíma og mér finnst skemmtilegt að finna þessi tengsl. Annars er nú efst í huga mér sem stendur að ég ætla að njóta dvalarinnar á Íslandi fyrir tilstilli ljóða og listar og vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta mæta á fimmtudagskvöldið.“
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp