Meira fyrir ævintýri en predikanir Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 16:00 kuggur og félagar Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Edda Arnljótsdóttir fara með hlutverkin í fyrsta barnaleikriti Sigrúnar Eldjárn. Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“ Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira