Hvað laðar að mér skúrka? Guðjón Sigurðsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil!
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun