Karen: Tókum til hjá okkur og löguðum sóknarleikinn Ingvi Þór SÆmundsson skrifar 6. mars 2015 06:45 Karen Helga Díönudóttir fer fyrir Haukaliðinu. vísir/valli Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira