Tökumst á við það sem gerir okkur að manneskjum Magnús Guðmundsson skrifar 13. mars 2015 12:30 Það er frábært tækifæri sem felst í því að byrja að takast á við þessa tónlist svona ungur segja þeir félagar Bjarni Frímann og Thomas Stimmer. Visir/Stefán Um helgina ræðst þýski bassasöngvarinn Thomas Stimmel í að flytja Vetrarferðina, eða Winterreise, eftir Franz Schubert, við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar í Grundarfjarðarkirkju og Suðursal Hallgrímskirkju í Reykjavík. Tónleikarnir í Grundarfjarðarkirkju verða í kvöld kl. 20.00 og í Hallgrímskirkju á laugardaginn kl. 17.00. „Við höfum verið góðir vinir frá því við kynntumst í skólanum í Berlín á sínum tíma og höfum verið að koma fram saman síðan 2012,“ segja þeir félagar sem eru einmitt á leiðinni til Grundarfjarðar og Bjarni bætir við: „Málið er að allar leiðir liggja til Schuberts í klassískum ljóðasöng, hvort sem flutningurinn er á Grundarfirði eða í Berlín. Þetta er svo þroskuð og falleg tónlist. Það sagði eitt sinn við mig reyndur undirleikari að maður þurfi helst að vera áttræður til þess að flytja þessa tónlist. Ég benti á að Schubert hefði nú látist rétt um þrítugt en hann hafnaði því alfarið, sagði að hann hefði örugglega verið 200 ára gamall. Þetta væri svo gömul og falleg sál.“ Vetrarferðin samanstendur af tuttugu og fjórum söngljóðum við kvæði Wilhems Müller. Hvorki skáldið né tónskáldið urðu langlífir, því báðir dóu um þrítugt, Müller 1827 og Schubert ári seinna. Schubert lauk við verkið ekki löngu fyrir dauða sinn og taldi það sjálfur með því besta sem hann skildi eftir sig. Allar götur síðan hafa bestu söngvarar spreytt sig á ljóðaflokknum, sem gerir miklar kröfur til flytjenda. „Það er athyglisvert að fá að takast á við þetta svona ungur,“ segir Thomas Stimmel. „Það veitir í raun einstakt tækifæri til þess að þroskast með tónlistinni og skoða sjálfan sig samhliða flutningnum hverju sinni. Þessi ljóð eru ekki aðeins um veturinn, þau eru um myrkrið og mennskuna og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í þessu. Við finnum líka báðir að samvinna okkar við flutninginn skiptir öllu máli. Þetta er ekki endilega spurning um að vera góður sem einstaklingur heldur miklu fremur um að ná saman og finna hvað það er sem við erum að gera rétt hverju sinni og það er þroskandi og góð tilfinning.“Grundarfjarðarkirkja Mér var svo vel tekið þegar ég dvaldi þarna í vetur að mig langaði til þess að gera eitthvað fyrir svæðið, segir Bjarni um tónleikana í Grundarfjarðarkirkju í kvöld. Fréttablaðið/PjeturÞeim félögum finnst það því mikið tilhlökkunarefni að flytja Vetrarferðina tvisvar nú um helgina en fyrri tónleikarnir eru í Grundarfjarðarkirkju í kvöld. En Bjarni tók að sér afleysingar sem organisti við kirkjuna fyrr í vetur. „Þarna er ákaflega fallegt þýskt orgel en það sem skiptir mestu máli er fólkið. Þarna er alveg yndislegt fólk sem tók mér ákaflega vel þegar ég dvaldi þarna í vetur og mig langaði til þess að launa því þessar góðu móttökur með því að gera eitthvað fyrir þetta svæði.“ Það leynir sér ekki á Bjarna hversu brennandi ástríðu hann hefur fyrir tónlistinni sem hann er að takast á við á hverjum degi. „Það angrar mig óneitanlega hér heima þessi tilhneiging að leggja list og menningu að jöfnu við afþreyingu. Það er kjaftæði. Fyrir listamann felst í starfi hans að taka út ákveðinn þroska í gegnum það sem hann er að gera. Það er hlutverk listar og menningar að fjalla um lífið, þroskast með okkur sem einstaklingar og takast á við það sem gerir okkur að manneskjum. Þannig er Schubert. Þótt þetta sé gömul tónlist þá heldur maður tryggð við hana vegna þess að hún er mannbætandi. Þegar maður tekst á við flutning slíkrar tónlistar þá er það þroskandi ferli fyrir mann sem listamann en þá vill maður líka að það skilji eitthvað eftir sig hjá tónleikagestunum. Það skiptir öllu máli og þar skilur á milli afþreyingar og listar.“ Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Um helgina ræðst þýski bassasöngvarinn Thomas Stimmel í að flytja Vetrarferðina, eða Winterreise, eftir Franz Schubert, við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar í Grundarfjarðarkirkju og Suðursal Hallgrímskirkju í Reykjavík. Tónleikarnir í Grundarfjarðarkirkju verða í kvöld kl. 20.00 og í Hallgrímskirkju á laugardaginn kl. 17.00. „Við höfum verið góðir vinir frá því við kynntumst í skólanum í Berlín á sínum tíma og höfum verið að koma fram saman síðan 2012,“ segja þeir félagar sem eru einmitt á leiðinni til Grundarfjarðar og Bjarni bætir við: „Málið er að allar leiðir liggja til Schuberts í klassískum ljóðasöng, hvort sem flutningurinn er á Grundarfirði eða í Berlín. Þetta er svo þroskuð og falleg tónlist. Það sagði eitt sinn við mig reyndur undirleikari að maður þurfi helst að vera áttræður til þess að flytja þessa tónlist. Ég benti á að Schubert hefði nú látist rétt um þrítugt en hann hafnaði því alfarið, sagði að hann hefði örugglega verið 200 ára gamall. Þetta væri svo gömul og falleg sál.“ Vetrarferðin samanstendur af tuttugu og fjórum söngljóðum við kvæði Wilhems Müller. Hvorki skáldið né tónskáldið urðu langlífir, því báðir dóu um þrítugt, Müller 1827 og Schubert ári seinna. Schubert lauk við verkið ekki löngu fyrir dauða sinn og taldi það sjálfur með því besta sem hann skildi eftir sig. Allar götur síðan hafa bestu söngvarar spreytt sig á ljóðaflokknum, sem gerir miklar kröfur til flytjenda. „Það er athyglisvert að fá að takast á við þetta svona ungur,“ segir Thomas Stimmel. „Það veitir í raun einstakt tækifæri til þess að þroskast með tónlistinni og skoða sjálfan sig samhliða flutningnum hverju sinni. Þessi ljóð eru ekki aðeins um veturinn, þau eru um myrkrið og mennskuna og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í þessu. Við finnum líka báðir að samvinna okkar við flutninginn skiptir öllu máli. Þetta er ekki endilega spurning um að vera góður sem einstaklingur heldur miklu fremur um að ná saman og finna hvað það er sem við erum að gera rétt hverju sinni og það er þroskandi og góð tilfinning.“Grundarfjarðarkirkja Mér var svo vel tekið þegar ég dvaldi þarna í vetur að mig langaði til þess að gera eitthvað fyrir svæðið, segir Bjarni um tónleikana í Grundarfjarðarkirkju í kvöld. Fréttablaðið/PjeturÞeim félögum finnst það því mikið tilhlökkunarefni að flytja Vetrarferðina tvisvar nú um helgina en fyrri tónleikarnir eru í Grundarfjarðarkirkju í kvöld. En Bjarni tók að sér afleysingar sem organisti við kirkjuna fyrr í vetur. „Þarna er ákaflega fallegt þýskt orgel en það sem skiptir mestu máli er fólkið. Þarna er alveg yndislegt fólk sem tók mér ákaflega vel þegar ég dvaldi þarna í vetur og mig langaði til þess að launa því þessar góðu móttökur með því að gera eitthvað fyrir þetta svæði.“ Það leynir sér ekki á Bjarna hversu brennandi ástríðu hann hefur fyrir tónlistinni sem hann er að takast á við á hverjum degi. „Það angrar mig óneitanlega hér heima þessi tilhneiging að leggja list og menningu að jöfnu við afþreyingu. Það er kjaftæði. Fyrir listamann felst í starfi hans að taka út ákveðinn þroska í gegnum það sem hann er að gera. Það er hlutverk listar og menningar að fjalla um lífið, þroskast með okkur sem einstaklingar og takast á við það sem gerir okkur að manneskjum. Þannig er Schubert. Þótt þetta sé gömul tónlist þá heldur maður tryggð við hana vegna þess að hún er mannbætandi. Þegar maður tekst á við flutning slíkrar tónlistar þá er það þroskandi ferli fyrir mann sem listamann en þá vill maður líka að það skilji eitthvað eftir sig hjá tónleikagestunum. Það skiptir öllu máli og þar skilur á milli afþreyingar og listar.“
Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira