Niðurstaða fallbaráttunnar: Fjölnismenn líklegastir til að koma á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 10:00 Fjölnismenn gætu komið á óvart, slitið sig frá botnbaráttunni og endað um miðja deild. Sjálfir vilja þeir ná fimmta sætinu. vísir/Stefán Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða í fallbaráttunni í sumar. Nýliðar Leiknis hafna í botnsætinu samkvæmt spánni, ÍBV fellur með Breiðhyltingum, átjánfaldir Íslandsmeistarar ÍA halda sæti sínu með naumindum og eins og sjá má hér að ofan verður Fjölnir í sama sæti og á síðustu leiktíð. Sumarið gæti orðið langt og strangt hjá þessum liðum og gætu innbyrðis viðureignir þeirra verið mikilvægari en oft áður. Eiginlega alveg rosalega mikilvægar. Því má ekki gera lítið úr leik Fjölnis og ÍBV í fyrstu umferð, þar geta unnist stig sem verða mikilvæg þegar talið verður upp úr pokanum í haust. Skagamenn fara í Breiðholtið og mæta Leikni í nýliðaslag í annarri umferð og Eyjamenn fá Leiknismenn í heimsókn strax í fjórðu umferð. Stig sem vinnast á hraðmótinu geta verið gulls ígildi þegar hausta tekur, spyrjið bara Keflvíkinga.Gunnar Már í framlínuna Fjölnismenn hafa ekki misst jafn sterka leikmenn núna og þegar liðið féll á öðru ári í efstu deild árið 2009. Í staðinn hefur liðið bætt við sig gæðum og reynslu í Arnóri Eyvari Ólafssyni, Ólafi Páli Snorrasyni og Emil Pálssyni. „Fjölnir gæti alveg slegið í gegn og endað um miðja deild. Þarna eru komnir menn sem hafa sannað sig, en það á eftir að koma í ljós hvort Ólafur Páll verði jafn góður með Fjölni og hann var með FH. Það er tvennt ólíkt að spila með þessum liðum,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Vandamálið er markaskorun hjá liðinu, en það er ekki með neinn alvöru framherja. „Ég myndi setja Gunnar Má Guðmundsson upp á topp. Hann er stór, sterkur, frábær í loftinu og merkilega fær með boltann miðað við hæð,“ segir Hjörvar sem telur að Fjölnisliðið geti alveg endað um miðja deild.Gleymið sögunni í bili Skaginn ætti ekki að vera í vandræðum með að skora mörg, en liðið byrjar með tvo framherja sem gætu alveg skorað tíu mörk eða fleiri. Viðbótin við liðið hefur þó ekki verið mikil. „Gunnlaugur og Jón Þór aðstoðarþjálfari hafa vandað valið á leikmönnum enda ekki til peningar til að hrúga þeim inn. Ungir leikmenn hafa tekið framfaraskref og þar gætu verið 2-3 nýir leikmenn líka,“ segir Hjörtur Hjartarson, annar spekingur Pepsi-markanna. Liðið verður að einbeita sér að því að festa sig í sessi í efstu deild, ekki horfa hærra en það í bili. „Menn verða að leggja glæsta sögu félagsins til hliðar í bili. Þetta getur orðið erfitt fyrir ÍA,“ segir Hjörtur.Stemning og hjarta lykilinn Leikni og ÍBV er spáð falli í 1. deildina. Leiknir er í fyrsta skipti í sögu félagsins í efstu deild og gerði ágætlega á félagaskiptamarkaðnum. Það styrkti þær stöður sem þurfti. „Þetta verður mjög erfitt hjá Leikni engu að síður. Það er engin spurning. Þetta snýst á margan hátt um stemningu og þá verður Eyjólfur Tómasson í markinu að spila jafn vel og hann gerði í 1. deildinni í fyrra,“ segir Hjörvar um Leikni. Eyjamenn hafa misst alla sína bestu menn og fyllt í skarðið með þremur Frömurum og þremur útlendingum. „Nýr þjálfari liðsins er frá Akranesi og veit að hjartað getur fleytt liðum langt, en hvort það dugi að þessu sinni verður að koma í ljós. Það þarf svakalega margt að ganga upp svo liðið verði ekki í fallbaráttu í sumar,“ segir Hjörtur Hjartason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða í fallbaráttunni í sumar. Nýliðar Leiknis hafna í botnsætinu samkvæmt spánni, ÍBV fellur með Breiðhyltingum, átjánfaldir Íslandsmeistarar ÍA halda sæti sínu með naumindum og eins og sjá má hér að ofan verður Fjölnir í sama sæti og á síðustu leiktíð. Sumarið gæti orðið langt og strangt hjá þessum liðum og gætu innbyrðis viðureignir þeirra verið mikilvægari en oft áður. Eiginlega alveg rosalega mikilvægar. Því má ekki gera lítið úr leik Fjölnis og ÍBV í fyrstu umferð, þar geta unnist stig sem verða mikilvæg þegar talið verður upp úr pokanum í haust. Skagamenn fara í Breiðholtið og mæta Leikni í nýliðaslag í annarri umferð og Eyjamenn fá Leiknismenn í heimsókn strax í fjórðu umferð. Stig sem vinnast á hraðmótinu geta verið gulls ígildi þegar hausta tekur, spyrjið bara Keflvíkinga.Gunnar Már í framlínuna Fjölnismenn hafa ekki misst jafn sterka leikmenn núna og þegar liðið féll á öðru ári í efstu deild árið 2009. Í staðinn hefur liðið bætt við sig gæðum og reynslu í Arnóri Eyvari Ólafssyni, Ólafi Páli Snorrasyni og Emil Pálssyni. „Fjölnir gæti alveg slegið í gegn og endað um miðja deild. Þarna eru komnir menn sem hafa sannað sig, en það á eftir að koma í ljós hvort Ólafur Páll verði jafn góður með Fjölni og hann var með FH. Það er tvennt ólíkt að spila með þessum liðum,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Vandamálið er markaskorun hjá liðinu, en það er ekki með neinn alvöru framherja. „Ég myndi setja Gunnar Má Guðmundsson upp á topp. Hann er stór, sterkur, frábær í loftinu og merkilega fær með boltann miðað við hæð,“ segir Hjörvar sem telur að Fjölnisliðið geti alveg endað um miðja deild.Gleymið sögunni í bili Skaginn ætti ekki að vera í vandræðum með að skora mörg, en liðið byrjar með tvo framherja sem gætu alveg skorað tíu mörk eða fleiri. Viðbótin við liðið hefur þó ekki verið mikil. „Gunnlaugur og Jón Þór aðstoðarþjálfari hafa vandað valið á leikmönnum enda ekki til peningar til að hrúga þeim inn. Ungir leikmenn hafa tekið framfaraskref og þar gætu verið 2-3 nýir leikmenn líka,“ segir Hjörtur Hjartarson, annar spekingur Pepsi-markanna. Liðið verður að einbeita sér að því að festa sig í sessi í efstu deild, ekki horfa hærra en það í bili. „Menn verða að leggja glæsta sögu félagsins til hliðar í bili. Þetta getur orðið erfitt fyrir ÍA,“ segir Hjörtur.Stemning og hjarta lykilinn Leikni og ÍBV er spáð falli í 1. deildina. Leiknir er í fyrsta skipti í sögu félagsins í efstu deild og gerði ágætlega á félagaskiptamarkaðnum. Það styrkti þær stöður sem þurfti. „Þetta verður mjög erfitt hjá Leikni engu að síður. Það er engin spurning. Þetta snýst á margan hátt um stemningu og þá verður Eyjólfur Tómasson í markinu að spila jafn vel og hann gerði í 1. deildinni í fyrra,“ segir Hjörvar um Leikni. Eyjamenn hafa misst alla sína bestu menn og fyllt í skarðið með þremur Frömurum og þremur útlendingum. „Nýr þjálfari liðsins er frá Akranesi og veit að hjartað getur fleytt liðum langt, en hvort það dugi að þessu sinni verður að koma í ljós. Það þarf svakalega margt að ganga upp svo liðið verði ekki í fallbaráttu í sumar,“ segir Hjörtur Hjartason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00